Leita
Hreinsa Um leit

Iðnaðarráðuneyti

1049/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 297/2006, um Orkuveitu Reykjavíkur.

1. gr.

Í stað 8. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar kemur eftirfarandi málsgrein:

Heimilt er að beita rafrænni greiðslumiðlun til greiðslu á reikningum. Í þeim tilfellum skal senda viðkomandi viðskiptavini yfirlit um skuldfærslur og notkun árlega. Greiðsluseðlar skulu einungis sendir að ósk viðskiptavinar. Notkun greiðslumæla er heimil með samþykki Orkuveitu Reykjavíkur og viðskiptavinar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 11. gr. laga nr. 139/2001, um stofnun sameignar­fyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 29. desember 2010.

Katrín Júlíusdóttir.

Ingvi Már Pálsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica