Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

284/2010

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 1228/2003 frá 26. júní 2003, um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri.

1. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1228/2003 frá 26. júní 2003, um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri, skal gilda á Íslandi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 146/2005 frá 2. desember 2005.

Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

2. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1228/2003 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2005 sem birt er á bls. 17-19 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 10, 13. árgangi, eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 45. gr. raforkulaga, nr. 65/2003 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 29. mars 2010.

Katrín Júlíusdóttir.

Guðjón Axel Guðjónsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.