Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

2/1977

Reglugerð um breyting á reglugerð um Lyfjaeftirlit ríkisins nr. 412/1973. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. 2. málsgr. reglugerðarinnar orðist svo:

Innflutningseftirlit varðar eftirlit með tollafgreiðslu sérlyfja og annarra full­búinna lyfja samkvæmt eftirtöldum tollskrárnúmerum:

 

Kirtlar og önnur líffæri til lækninga svo og

A: Antisera og bóluefni.

1. 30.01.00

2. 30.02.10

3. 30.02.20

B: Skráð sérlyf.

1. 30.03.11

2. 30.03.21

3. 30.03.31

4. 30.03.41

C: óskráð sérlyf.

1. 30.03.12

2. 30.03.22

3. 30.03.32

4. 30.03.42

D: Lögbókarlyf (officinel lyf).

1. 30.03.13

2. 30.03.23

3. 30.03.33

4. 30.03.43

E: Önnur fullbúin lyf einnig til dýralækninga.

1. 30.03.19

2. 30.03.29

3. 30.03.39

4. 30.03.49

 

Enn fremur nær þetta eftirlit til eftirlits með innflutningi hráefna til lyfjagerðar og lyfja samkvæmt öðrum tollskrárnúmerum.

 

2. gr.

9. gr. 1. málsgr. orðist svo:

Innflytjandi framvísar til áritunar 2 eintökum af vörureikningi við Lyfjaeftirlit ríkisins og er óheimilt að tollafgreiða lyf, nema innflytjandi leggi fram við tollaf­greiðslu vörureikning, sem lyfjaeftirlitið hefur áritað.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 47. og 61. gr. lyfsölulaga nr. 30 29. apríl 1963 sbr. og lög um breyting á þeim lögum nr. 85/1976, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 3. janúar 1977.

 

Matthías Bjarnason.

Páll Sigurðsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica