Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

116/1987

Reglugerð um breytingu á reglugerð um hverjar vörur lyfsalar einir og læknar (dýralæknar), er rétt eiga eða leyfi hafa til lyfsölu, mega hafa á boðstólum, selja eða afhenda, og um sölu vítamína og steinefna nr. 579/1980. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. bætist nýr töluliður:

" 20. Flúorsambönd til staðbundinnar notkunar á tennur í samsetningum, sem innihalda 0,1% eða minna of flúoríðjón".

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum 4. og 5. gr. lyfjalaga, öðlast gildi 1. apríl 1987.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 2. mars 1987.

 

Ragnhildur Helgadóttir.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica