Fara beint í efnið

Prentað þann 27. apríl 2024

Breytingareglugerð

1371/2022

Reglugerð um (15.) breytingu á reglugerð nr. 233/2001, um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á eftirtöldum efnum í fylgiskjali I:

Efni Annað nafn IUPAC (Alþjóðasamtök um hreina og hagnýta efnafræði) Alþjóðasamningar B Undanþágur og athugasemdir
BZO-4en-POXIZID 4en-pentyl MDA-19 (Z)-N'-(2-oxo-1-(pent-4-en-1-yl)indolin-3-ylidene)benzohydrazide x

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 53. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 og 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Reglugerð þessi er tilkynnt í samræmi við ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1535 frá 9. september 2015 um tilhögun miðlunar upplýsinga um tæknireglugerðir og reglur um þjónustu í upplýsingasamfélaginu. Tilkynningin er send samhliða birtingu reglugerðarinnar á grundvelli undanþágu í 7. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar.

Heilbrigðisráðuneytinu, 8. desember 2022.

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Heiða Björg Pálmadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.