Heilbrigðisráðuneyti

479/2022

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf nr. 550/2017.

1. gr.

2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Sá sem fyllir út viðeigandi reit á skattframtali í byrjun árs telst slysatryggður við heimilisstörf í samræmi við álagningartímabil 9. mgr. 112. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breyt­ingum, enda hafi skattframtalinu verið skilað til skattyfirvalda innan lögbundins frests.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 8. gr. og 23. gr. laga nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 5. apríl 2022.

 

Willum Þór Þórsson.

Guðlaug Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica