Heilbrigðisráðuneyti

154/2022

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19, nr. 38/2022. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 með PCR-prófi skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Þó er læknum COVID-19 göngudeildar Landspítala heimilt að framlengja ein­angrun einstaklings með COVID-19 á grundvelli læknisfræðilegs mats, svo sem vegna einkenna hans. Að jafnaði skal miðað við að einstaklingur hafi verið hitalaus síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun, þ.e. að líkamshiti hans hafi ekki farið yfir 37,8°C. Að öðru leyti fer um afléttingu einangrunar eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis, sbr. fylgiskjal 2.

 

2. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnnar bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr., svohljóðandi:

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. ber einstaklingum að aflokinni sýkingu, staðfestri með PCR-prófi, síðastliðna 7-180 daga hvorki að sæta sóttkví né viðhafa smitgát.

 

3. gr.

Í stað tölunnar "14" í b-lið 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: 7.

 

4. gr.

Í stað fylgiskjals 2 kemur nýtt fylgiskjal 2 sem birt er með reglugerð þessari.

 

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi 7. febrúar 2022 og gildir jafnframt um þá einstaklinga sem þegar sæta einangrun skv. 3. gr.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 4. febrúar 2022.

 

Willum Þór Þórsson
heilbrigðisráðherra.

Ásta Valdimarsdóttir.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica