Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðisráðuneyti

886/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 878/2021.

1. gr.

1. málsl. 6. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Ákvæði 3., 4. og 5. gr. reglugerðar þessarar um fjöldatakmörkun og nálægðartakmörkun taka ekki til barna sem fædd eru 2016 og síðar.

 

2. gr.

2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun skv. 1. mgr., svo sem í heilbrigðisþjónustu, verslunum, söfnum, innanlandsflugi og -ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi.

 

3. gr.

4. málsl. 7. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 26. júlí 2021.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica