Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðisráðuneyti

865/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 747/2021 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Hafi ferðamaður við komuna til landsins undir höndum viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð vegna COVID-19 eða vottorð sem sýnir fram á að COVID-19 sýking sé afstaðin er honum ekki skylt að fara í sóttkví eða gangast undir sýnatöku við landamæri, en hins vegar ber honum skylda við byrðingu erlendis að framvísa vottorði sem sýnir fram á neikvætt COVID-próf, annaðhvort PCR eða antigen (hraðpróf), sem er ekki eldra en 72 klst. gamalt.

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi 27. júlí 2021.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 20. júlí 2021.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica