Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 26. júní 2021

698/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 691/2021, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í staðinn fyrir 150 í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 300.
  2. Við 1. mgr. 5. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Sömu skilyrði gilda um skráningu gesta á sitjandi viðburðum, t.a.m. skulu gestir skráðir í sæti á íþróttaviðburðum.
  3. Við 5. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi: Íþrótta- og ólympíusamband Íslands setur sérsamböndum reglur um sóttvarnir og um framkvæmd æfinga og keppni í sínum greinum í samvinnu við sóttvarnalækni. Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi 15. júní 2021.

Heilbrigðisráðuneytinu, 14. júní 2021.

F. h. r.

Ásthildur Knútsdóttir.

Guðlaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.