Heilbrigðisráðuneyti

595/2021

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 435/2021, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. fellur brott.
  2. Á eftir orðinu "einstaklingur" í 2. mgr. kemur: hvort sem hann er ferðamaður eða ekki.
  3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Ferðamaður skal skrá dvalarstað sinn við forskráningu, sbr. 4. gr.
  4. e-liður 5. mgr. fellur brott.
  5. Orðin "og flutningur frá landamærastöð" í 6. mgr. falla brott.

 

3. gr.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi: Sóttvarnalækni er heimilt að leyfa rafræna skoðun og staðfestingu á gildi vottorða fyrir brottför, svo sem í samráði við flugrekendur.

 

4. gr.

Í stað orðanna "31. maí 2021" í 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar kemur: 16. júní 2021.

 

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða, 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi 31. maí 2021.

Þrátt fyrir 1. mgr. tekur ákvæði til bráðabirgða þegar gildi.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir 8. máls. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar er þeim sem koma til landsins 29. og 30. maí 2021, og skylt er að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi, heimilt að sæta sóttkví í húsnæði á eigin vegum. Ferðamaður skal sækja um slíka undanþágu til sóttvarnalæknis og sýna fram á með fullnægjandi hætti að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar í því húsnæði, sbr. 5. og 6. málsl. 1. mgr. 5. gr.

Aðrir en þeir sem falla undir 1. mgr. og hefja vist í sóttvarnahúsi fyrir 31. maí 2021, s.s. þeir sem koma til landsins 27. og 28. maí 2021, skulu ljúka tilskildum dvalartíma þar.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 26. maí 2021.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica