Heilbrigðisráðuneyti

555/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 435/2021, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. - Brottfallin

1. gr.

Við 9. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum í 4. gr., að hluta eða að öllu leyti, svo sem framvísun neikvæðs PCR-prófs, gagnvart flugáhöfnum sem dvelja hér á landi í takmarkaðan tíma, enda sé tryggt að það komi ekki niður á smitvörnum.

 

2. gr. 

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi. Reglugerð þessi fellur úr gildi 31. maí 2021.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 14. maí 2021.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Ásta Valdimarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica