Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 25. mars 2021

285/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 190/2021, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

1. gr.

Í stað orðanna "17. mars 2021" í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 9. apríl 2021.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. b-liður 4. mgr. verður svohljóðandi: Allir gestir séu skráðir í númeruð sæti, a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer. Skráin verði varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum.
  2. Við f-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skipuleggjendum viðburða er skylt að tryggja þegar gestir eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 50 manns og að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila. Þrátt fyrir að heimilt sé að hafa hlé á viðburðum skal biðja gesti um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Þá er sala eða boð um veitingar ekki heimil í hléi.
  3. Við bætist nýr stafliður sem verður g-liður, svohljóðandi: Umgengni í hverju hólfi skal vera í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis þar að lútandi svo koma megi í veg fyrir blöndun milli hólfa.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Þó er heimilt að bjóða upp á hlaðborð, að því gefnu að gestir sótthreinsi hendur fyrir og eftir notkun sameiginlegs búnaðar, noti andlitsgrímu og virði 2 metra nálægðartakmörkun.
  2. Síðari málsliður 7. mgr. 5. gr. fellur brott.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur gildi 18. mars 2021.

Heilbrigðisráðuneytinu, 16. mars 2021.

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.