Heilbrigðisráðuneyti

6/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1199/2020, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. - Brottfallin

1. gr.

3. málsl. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Börnum fæddum 2005 eða síðar er skylt að fara í sóttkví með foreldri eða forráðamanni.

 

2. gr.

2. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Börnum fæddum 2005 eða síðar er skylt að fara í sóttkví með foreldri eða forráðamanni.

 

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12., 13. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Reglugerð þessi fellur úr gildi þann 1. febrúar 2021.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 12. janúar 2021.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica