Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðisráðuneyti

1241/2020

Reglugerð um fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2021.

1. gr.

Fjárhæðir bóta samkvæmt II. kafla laga nr. 45/2015 um slysatryggingar almannatrygginga skulu vera sem hér segir fyrir árið 2021:

  1. Dagpeningar, skv. 3. mgr. 11. gr., 2.369 kr. á dag.
  2. Dagpeningar vegna barns á framfæri, skv. 3. mgr. 11. gr., 532 kr. á dag.
  3. Örorkulífeyrir, (100%) skv. 12. gr., 49.840 kr. á mánuði, 598.070 kr. á ári.
  4. Dánarbætur, skv. a-lið 1. mgr. 13. gr., 55.009 kr. á mánuði, 660.104 kr. á ári.
  5. Barnalífeyrir, skv. b-lið 1. mgr. 13. gr., 36.845 kr. á mánuði, 442.138 kr. á ári.
  6. Dánarbætur, skv. c-lið 1. mgr. 13. gr., 686.585-2.060.500 kr. eingreiðsla.
  7. Dánarbætur, skv. 2. mgr. 13. gr., 961.631 kr. eingreiðsla.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 23. gr. og 2. mgr. 25. gr. laga nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga, sbr. 13. mgr. 32. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2021.

 

 Heilbrigðisráðuneytinu, 26. nóvember 2020.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica