1062/2020
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1051/2020, takmörkun á samkomum vegna farsóttar. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "manns" í 1. málsl. kemur: viðskiptavini.
- Nýr málsliður bætist við svohljóðandi: Öðrum verslunum er heimilt að hafa allt að tíu viðskiptavini inni í einu að því gefnu að uppfyllt séu skilyrði 4. gr.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 2. nóvember 2020.
F. h. r.
Ásta Valdimarsdóttir.