Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðisráðuneyti

1061/2020

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1051/2020, takmörkun á samkomum vegna farsóttar. - Brottfallin

1. gr.

Nýr málsliður bætist við 5. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, svohljóðandi: Grímuskylda skv. 2. mgr. 4. gr. á ekki við um börn sem fædd eru 2011 og síðar.

 

2. gr.

Á undan orðunum "og spilasölum" í 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: spilakössum.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 1. nóvember 2020.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica