1. gr.
Í stað orðsins "átta" í 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: tvær.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 1. og 2. mgr. 30. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og skal gilda frá og með 1. janúar 2020 um ferðakostnað sem greiddur er vegna ferða sem teljast stuttar og ítrekaðar samkvæmt 4. gr.
Heilbrigðisráðuneytinu, 17. mars 2020.
Svandís Svavarsdóttir.
Hrönn Ottósdóttir.