1. gr.
Gildistaka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/492.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/492 frá 21. mars 2017 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 skal öðlast gildi hér á landi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2018 frá 5. desember 2018 um breytingu á VI. viðauka (félagslegt öryggi) og bókun 37 við EES-samninginn, sbr. einnig 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum og bókun 1 við EES-samninginn.
Reglugerðin skal gilda með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2018.
2. gr.
Efni.
Í reglugerð þessari er mælt fyrir um gildistöku reglugerðarinnar varðandi þau málefni sem talin eru upp í 2. gr. reglugerðar nr. 442/2012 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar og heilbrigðisráðherra fer með.
Í reglugerð nr. 286/2019 er mælt fyrir um gildistöku reglugerðarinnar varðandi þau málefni sem talin eru upp í 2. gr. reglugerðar nr. 442/2012 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar og félags- og barnamálaráðherra fer með.
Í reglugerð nr. 306/2019 er kveðið á um gildistöku reglugerðarinnar varðandi þau málefni sem talin eru upp í 2. gr. reglugerðar nr. 443/2012 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (réttindi úr lífeyrissjóðum og til barnabóta) og fjármála- og efnahagsráðherra fer með.
3. gr.
Fylgiskjöl.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2018 frá 5. desember 2018 sem birt er í EES viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 17 frá 28. febrúar 2019, bls. 1, og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/492 sem birt er í EES viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 85 frá 20. desember 2018, bls. 110, eru birt sem fylgiskjöl með reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VI), nr. 286/2019.
4. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 55. gr., sbr. 3. mgr. 53. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, og 24. gr. laga um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og kemur í stað reglugerðar nr. 319/2019 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VI).
Heilbrigðisráðuneytinu, 2. maí 2019.
Svandís Svavarsdóttir.
Guðlín Steinsdóttir.