Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

371/2019

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 55/2009, um styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði.

1. gr.

Í stað orðanna "úrskurðarnefndar almannatrygginga" í 1. og 2. mgr. 7. gr. kemur: úrskurðarnefndar velferðarmála.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Næringarefni og sérfæði frá Sjúkratryggingum Íslands" með reglugerðinni:

Í flokknum 98 Næringarefni og sérfæði verður eftirfarandi breyting:

Í stað orðanna "Miða skal við" í 3. mgr. kemur: Þá skal miða við.

Í flokknum 98 03 Lífsnauðsynleg næring verður eftirfarandi breyting:

Flokkur 98 03 06 Næring um slöngu. Fyrir hvern mánaðarskammt greiða Sjúkratryggingar Íslands það sem umfram er:

Í stað "6.800 kr." kemur: 9.000 kr.

Í stað "13.600 kr." kemur: 17.900 kr.

Í stað "20.400 kr." kemur: 26.900 kr.

Í stað "27.200 kr." kemur: 35.900 kr.

Í stað "34.000 kr." kemur: 44.900 kr.

Í flokknum 98 06 Lífsnauðsynleg næringarviðbót vegna vannæringar og sérfæði verða eftirfarandi breytingar:

  1. Flokkur 98 06 03 Næringarviðbót vegna vannæringar, vanþrifa og kyngingarerfiðleika, drykkir og duft. 1. mgr. orðast svo: Miðað er við að BMI (Body Mass Index: þyngd/hæð²) sé < 18,5 eða um ≥10% þyngdartap sé að ræða á síðustu sex mánuðum þrátt fyrir að BMI > 18,5 eða > 5% þyngdartap á síðustu þremur mánuðum ásamt BMI < 20 ef einstaklingurinn er yngri en 70 ára; BMI < 22 ef einstaklingurinn er eldri en 70 ára eða fitufrír vefur er < 15 kg/m³ fyrir konur eða 17 kg/m³ fyrir karla. Að öðru leyti er vísað til 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar.
  2. Flokkur 98 06 09 Næringardrykkir vegna efnaskiptasjúkdóma (sykursýki) og ónæmisbælingar.
  3. Við flokkinn bætist nýr málsliður svohljóðandi: Að öðru leyti er vísað til 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar.
  4. Flokkur 98 06 27 Glútensnautt fæði (sérfæði) vegna ofnæmis/óþols fyrir hveiti fellur brott.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 4. apríl 2019.

Svandís Svavarsdóttir.

Elsa B. Friðfinnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.