Velferðarráðuneyti

1153/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 980/2016 um lyfjaauglýsingar. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  a) 2. tölul. 1. mgr. fellur brott.
  b) Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:

Þá er óheimilt að í lyfjaauglýsingu sem beint er til almennings, sbr. II. kafla, að auglýsa lyf sem innihalda efni sem tilgreind eru í listum I-IV í alþjóðasamningi um ávana- og fíkniefni 1961, með síðari breytingum, (Single Convention on Narcotic Drugs 1961) eða listum I-IV í alþjóðasamningi um ávana- og fíkniefni 1971, ásamt viðaukum, (Convention on Psychotropic Substances 1971) eða í viðauka I í reglugerð um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, nr. 233/2001.

2. gr.

3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Upplýsingar sem a.m.k. skulu koma fram í lyfjaauglýsingu, sbr. 1. og 2. mgr., skal birta með skýrum og auðlæsilegum hætti. Heimilt er að upplýsingarnar séu lesnar upp með skýrum og auðheyrilegum hætti. Styðjist miðillinn sem nýttur er til að miðla lyfjaauglýsingu aðeins við hljóð til miðlunar upplýsinga skulu upplýsingar, sbr. 1. og 2. mgr., vera lesnar upp með skýrum og auðheyrilegum hætti.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 7. og 50. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.

Velferðarráðuneytinu, 8. desember 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Einar Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica