Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 25. maí 2021

517/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 510/2021, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:

Til viðbótar við ákvæði reglugerðar þessarar skulu til og með 16. maí 2021 gilda eftirfarandi takmarkanir í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi:

  1. Þrátt fyrir 1., 2., 2. málsl. 3. og 5. mgr. 3. gr. og 1. og 3. mgr. 5. gr. skal hámarksfjöldi einstaklinga samkvæmt þessum ákvæðum vera 20.
  2. Þrátt fyrir 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. skal hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum vera 100.
  3. Þrátt fyrir 4. mgr. 3. gr. skal hámarksfjöldi gesta á viðburðum sem uppfylla skilyrði ákvæðisins vera 100.
  4. Þrátt fyrir 1. mgr. 5. gr. skal opnunartími veitingastaða, þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar vera til kl. 21.00 alla daga vikunnar. Gestir skulu hafa yfirgefið staðinn eigi síðar en kl. 22.00.
  5. Þrátt fyrir ákvæði 3., 6. og 8. mgr. 5. gr. skal hámarksfjöldi á sund- og baðstöðum, heilsu- og líkamsræktarstöðvum, skíðasvæðum og tjaldsvæðum vera helmingur af annars leyfilegum hámarksfjölda.
  6. Þrátt fyrir 4. og 7. mgr. 5. gr. skal hámarksfjöldi þátttakenda á íþróttaæfingum og ‑keppnum, og í sviðslistum og sambærilegum viðburðum vera 50 manns.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli 12. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 10. maí 2021.

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.