Heilbrigðisráðuneyti

486/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 435/2021, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Hááhættusvæði: Svæði eða land þar sem 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er 500 eða meira, eða nýgengi er undir 500 og hlutfall jákvæðra sýna er 5% eða meira, eða fullnægjandi upplýsingar liggja að öðru leyti ekki fyrir.

 

2. gr.

8. málsl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Ekki er heimilt að veita slíka undan­þágu til ferðamanns sem kemur frá eða hefur dvalið á svæði þar sem 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er 700 eða meira, eða nýgengi er 500-699 og hlutfall jákvæðra sýna er 5% eða meira, eða fullnægjandi upplýsingar liggja að öðru leyti ekki fyrir um landið eða svæðið, nema veigamiklar ástæður mæli með því, svo sem fötlun, þroski eða aðrar sambærilegar aðstæður umsækjanda.

 

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða, 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur gildi 7. maí 2021. Reglugerð þessi fellur úr gildi 31. maí 2021.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 4. maí 2021.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Ásta Valdimarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica