Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

49/2020

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 541/2002 um endurgreiðslu slysatrygginga á nauðsynlegum kostnaði vegna sjúkrahjálpar.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er orðast svo:

Slysatryggingar greiða að fullu kostnað við nauðsynlega sjúkraþjálfun hins slasaða vegna slyssins hjá sjúkraþjálfurum sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, nr. 1364/2019, og gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna þjónustu sjúkraþjálfara sem ekki hefur verið samið um, nr. 6/2020.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 23. gr. laga nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga, felur í sér ívilnandi réttindi og gildir afturvirkt frá 12. janúar 2020.

Heilbrigðisráðuneytinu, 27. janúar 2020.

Svandís Svavarsdóttir.

Guðrún Sigurjónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.