Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

147/2007

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1118/2006, um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "reglugerðar nr. 1117/2006, um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum" í lokamálslið 2. mgr. 1. gr. kemur: reglugerðar um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 37. gr. a laga nr. 97/1990 um heilbrigðis­þjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 26. febrúar 2007.

Siv Friðleifsdóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica