Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

233/2007

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 752/2002 um styrki og uppbætur Tryggingastofnunar ríkisins til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 2. mgr. 1. gr. koma tvær nýjar málsgreinar er orðast svo:

Í reglugerð þessari eiga blindir rétt skv. 2., 3. og 4. gr.

Með bifreið í reglugerð þessari er átt við fólksbifreið eða sendibifreið sem ætluð er til daglegra nota (t.d. ekki húsbíll eða pallbíll). Bifreið sem er í rekstrarleigu til langs tíma eða kaupleigu getur fallið undir þau ákvæði reglugerðarinnar sem gera að skilyrði að bifreið skuli vera í eigu umsækjanda eða maka hans eða hún skráð á umsækjanda eða maka hans.

2. gr.

3. gr. orðast svo:

Sjúkratrygging, sbr. 3. mgr. 32. gr. laga um almannatryggingar, tekur til styrks sem veittur er til að afla hjálpartækja í bifreið sem nauðsynleg eru vegna þess að líkams­starfsemi er hömluð eða vantar líkamshluta. Um hjálpartæki í bifreið gildir reglugerð nr. 460/2003 um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja, með síðari breyt­ingum, eftir því sem við á til viðbótar því sem kveðið er á um í reglugerð þessari.

Tryggingastofnun ríkisins skal meta þörf fyrir hjálpartæki og hvaða bifreið henti þeim, þ.e. fólksbifreið eða sendibifreið.

Eftirfarandi gildir um þau hjálpartæki í bifreiðar sem veittir eru styrkir til kaupa á (númera­flokkun fer eftir alþjóðaflokkunarkerfinu ISO/FDIS 9999:2001):

 

Heimilt er að veita einstaklingi styrk til kaupa á sjálfskiptingu og öðrum stýribúnaði (m.a. breytingum á bremsum og bensíngjöf) í eigin bifreið (eða bifreið maka), ef færniskerðing er slík, að hann getur ekki ekið bifreið nema með slíkum búnaði.

 

Skilyrði fyrir styrkveitingu eru ökuréttindi, regluleg notkun bifreiðar og að mat á ökuhæfni liggi fyrir.

 

Fullur styrkur er veittur á fimm ára fresti. Ef búnaður er endurnýjaður fyrr er heimilt að veita einn fimmta af fullum styrk fyrir hvert ár sem liðið er frá síðustu styrkveitingu.

 

Lyftur í bifreiðar: Fyrir þá sem eru með verulega færniskerðingu í öllum útlimum.

 

Aðlögun bifreiðar til að geta nýtt aukastjórnbúnað, s.s. spegla, læsingar, þurrkur, miðstöð og ljós: Fyrir þá sem eru með verulega færniskerðingu í öllum útlimum.

 

Skriðstillir í bifreið: Heimilt er að samþykkja skriðstilli í bifreið með 70% greiðsluhlutdeild Tryggingastofnunar ríkisins, þó aldrei hærri upphæð en kr. 30.000 (ísetning innifalin) til þeirra sem þurfa stjórnbúnað í stýri til að geta ekið bifreið, eru með verulega skerta færni í höndum og þurfa að sækja þjónustu um langan veg.

 

Bílsæti fyrir börn: Tryggingastofnun ríkisins greiðir að jafnaði ekki bílsæti fyrir börn yngri en tveggja ára.

 

12 12 04

Aðlögun á stýribúnaði bifvéla. Til að stjórna bremsum og bensíngjöf 100%, að hámarki kr. 50.000 í breytingu á bensíngjöf, kr. 50.000 í breytingu á bremsum. Sjálfskipting 50% að hámarki kr. 60.000. Annar búnaður samkvæmt verðkönnun hverju sinni 100%.

 

12 12 07

Aðlögun á stýrisbúnaði í bifreiðum 70% (t.d. stýris­hnúðar/stýrispinnar, hand-/ fótstýring og skriðstillir (að hámarki kr. 30.000, sbr. að ofan))

 

12 12 08

Aðlögun bifreiða til að geta nýtt aukastjórnbúnað s.s. spegla, læsingar, þurrkur, miðstöð og ljós 100%

 

12 12 09

Belti og ólar í bifreiðar 100%

   

(þriggja punkta belti (ef ekki staðalbúnaður í bifreiðinni) og fjögurra punkta belti, vesti, ólar sem styðja einstaklinga við akstur)

 

12 12 12

Bílsæti og púðar með sérstökum eiginleikum 100%, sbr. að ofan

   

Sleðar fyrir sæti bifreiða 100% (fyrir snúning og fram/aftur færslu)

 

12 12 15

Lyftur til að lyfta einstaklingum inn í bifreiðar 100%

 

12 12 18

Lyftur til að lyfta hjólastólum með notendur inn í bifreiðar 100%

 

12 12 21

Lyftur til að setja hjólastóla á eða inn í bifreiðar 100%

 

12 12 24

Útbúnaður til að festa hjólastóla í bifreiðar 100%

 

12 12 90

Ísetning tækja í bifreiðar 100%

 

12 12 91

Viðgerðir á hjálpartækjum í bifreiðar 100%

 

12 12 92

Flutningur á hjálpartækjum milli bifreiða 100%, flutningur á stýri­búnaði bifvéla milli bifreiða 100% að hámarki kr. 40.000

 

12 12 94

Sjálfvirkir dyraopnarar fyrir bifreiðar 100%

 

12 12 95

Vinkiljárn á hurðir bifreiða 100%

 

12 12 96

Hanskar með sérgripi fyrir akstur bifreiða 50%

 

12 12 97

Fjarstýring á hjálpartækjum í bifreiðar 100%

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

a. 1. tölul. 2. mgr. fellur brott.

b. Í 1. málsl. 7. mgr. falla brott orðin "og skal kvöð þess efnis þinglýst á bifreiðina".

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:

a. 1. og 2. mgr. orðast svo:

Sjúkratrygging, sbr. 3. mgr. 32. gr. laga um almannatryggingar, tekur til styrks sem veittur er til að afla bifreiðar sem nauðsynleg er vegna þess að líkamsstarfsemi er hömluð eða vantar líkamshluta.

Styrkur skal vera kr. 1.000.000 og skal eingöngu veittur þegar eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

  1. Hinn hreyfihamlaði hefur sjálfur ökuréttindi.
  2. Nauðsyn á bifreið vegna hreyfihömlunar er ótvíræð og mat á hreyfihömlun liggi fyrir.
  3. Einstaklingur er verulega hreyfihamlaður og er t.d. bundinn hjólastól og/eða notar tvær hækjur að staðaldri.
  4. Mat á ökuhæfni liggi fyrir.

b. Við 4. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Skilyrði er þó að Tryggingastofnun ríkisins samþykki val á bifreið.

c. Í 1. málsl. 7. mgr. falla brott orðin "og skal kvöð þess efnis þinglýst á bifreiðina".

d. Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:

Ef hinn hreyfihamlaði hefur móttekið uppbót samkvæmt 4. gr. og sjúkdómsástand hans versnar þannig að hann uppfylli skilyrði styrks samkvæmt þessari grein er Trygg­inga­stofnun ríkisins heimilt að greiða mismun á fjárhæð uppbótar og fjárhæð styrks. Styrkur og uppbót geta þó aldrei verið hærri en 1.000.000 kr. á fimm ára fresti.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:

a. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Sjúkratrygging, sbr. 3. mgr. 32. gr. laga um almanna­tryggingar, tekur til styrks til ökuþjálfunar sem veittur er að undangengnu öku­hæfnis­mati sem leiðir í ljós nauðsyn ökuþjálfunar.

b. 1. tölul. 2. mgr. 6. gr. fellur brott.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 33. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 6. mars 2007.

Siv Friðleifsdóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica