Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

290/2007

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1090/2006 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr.:

a. Í 1. mgr. kemur orðið "göngudeild" á eftir orðunum "koma á slysadeild".
b. Í 4. mgr. fellur brott "2.,".

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr.:

a. Í 1. málsl. 1. mgr. kemur "og 2." á eftir "4.-6. gr., 1.".
b. Á eftir 5. tölul. í 2. mgr. kemur nýr töluliður sem verður 6. töluliður en aðrir töluliðir breytast til samræmis og orðast svo:

6. Fyrir komu á göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en lækna skv. 2. mgr. 9. gr.:
a. Sjúkratryggðir almennt, kr. 940.
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 450.

c. Í 3. mgr. breytist "6. tölul. 2. mgr." í "7. tölul. 2. mgr.".

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. apríl 2007.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 30. mars 2007.

Siv Friðleifsdóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica