Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

327/2007

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 871/2004, um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands. - Brottfallin

1. gr.

5. mgr. 4. gr. orðast svo:

Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að endurgreiða kostnað við ferðir foreldra eða nánustu aðstandenda alvarlega fatlaðra einstaklinga og sjúklinga sem haldnir eru langvinnum og alvarlegum sjúkdómum til að sækja fræðslunámskeið og nauðsynlega fundi sem viðurkennd eru af Tryggingastofnun. Endurgreitt er skv. 2. gr. og skal að jafnaði endurgreiða kostnað við tvær ferðir á 12 mánaða tímabili.

2. gr.

3. mgr. 5. gr. orðast svo:

Til þess að unnt sé að ákvarða um endurgreiðslu vegna stuttra eða langra ítrekaðra ferða samkvæmt 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. skal læknir í héraði eða læknir sem hefur sjúkling til meðferðar senda Tryggingastofnun ríkisins skýrslu um sjúkling þar sem kemur skýrt fram að læknir í héraði geti ekki sinnt tilfellinu og skulu rök færð fyrir því. Einnig skulu koma fram almennar upplýsingar um sjúkling, sjúkdómsgreining og sjúkdóms­greiningarnúmer (ICD-númer). Þar skal enn fremur gera grein fyrir sjúkrasögu í stuttu máli, nauðsyn meðferðar, tímabilum hennar og fyrirhuguðum fjölda ferða. Læknir sem hefur sjúkling til meðferðar skal senda skýrslu vegna ferða barna til barna- og unglinga­geðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og um ferðir í meðferð sem læknar Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar vísa á. Hið sama gildir einnig um ferðir vegna fræðslunámskeiða skv. 5. mgr. 4. gr. og þegar sjúklingur getur ekki notað almenningsfarartæki af heilsufarslegum ástæðum, sbr. 6. mgr. 4. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í i-lið 1. mgr., sbr. 3 mgr. 36. gr., laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 12. apríl 2007.

Siv Friðleifsdóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica