Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

350/2007

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 576/2005 um þátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í kostnaði við tannlækningar. - Brottfallin

1. gr.

Í stað "90%" í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. kemur: 100%.

2. gr.

1. mgr. 12. gr. orðast svo:

Tryggingastofnun ríkisins greiðir 80% kostnaðar samkvæmt gjaldskrá ráðherra við tann­lækningar, aðrar en tannréttingar, vegna sannanlegra alvarlegra afleiðinga slysaatburða þegar bætur þriðja aðila, þar með talið vátryggingafélaga, fást sannanlega ekki greiddar og slysatryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar bæta ekki kostnað.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 33., lokamálsgrein 36., 37. og 66. gr., laga um almannatryggingar nr. 117/1993, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 24. apríl 2007.

Siv Friðleifsdóttir.

Vilborg Þ. Hauksdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica