Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

408/1988

Reglugerð um merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aðrar neysluvörur - Brottfallin

I. KAFLI.

Almenn ákvæði.

 

1. gr.

1.1. Ákvæði reglugerðar þessarar taka til neytendaumbúða fyrir hvers konar matvæli og aðrar neysluvörur sem auglýstar eru, kynntar, boðnar til sölu, eða boðnar til neyslu á annan hátt, og ná jafnt yfir innlenda framleiðslu sem innfluttar vörur. Ákvæði reglugerðarinnar ná einnig til auglýsinga fyrir neysluvörur, sbr. ákvæði 6. greinar og til sölu óinnpakkaðra vörutegunda í smásölu, sbr. ákvæði XI. kafla.

 

2. gr.

2.1. Þegar ákvæði eru um merkingu í sérreglugerðum um ákveðin matvæli eða mat­vælaflokka, skal merking umbúða vera í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar og þau ákvæði sem sett eru í sérreglugerðum.

 

II. KAFLI.

Skilgreiningar.

3. gr.

3.1. Matvæli og aðrar neysluvörur eru samkvæmt reglugerð þessari, hvers konar vörur sem ætlaðar eru mönnum til neyslu sem matur eða drykkur, þar með talið neysluvatn.

3.2. Hráefni eru öll efni, önnur en bætiefni og aukefni, sem notuð eru við tilbúning matvæla og annarra neysluvara (s.s. hveiti, salt, sykur og krydd).

3.3. Bætiefni eru vítamín, steinefni og nauðsynlegar fitu- og amínosýrur.

3.4. Aukefni eru efni sem notuð eru við framleiðslu matvæla eða annarra neysluvara sem tæknileg hjálparefni eða til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika vörunnar. Þegar varan er boðin til sölu eru aukefnin að einhverju eða öllu leyti til staðar í vörunni í breyttu eða óbreyttu formi. Til aukefna telst ekki matarsalt, sykur, etý lalkóhól, krydd, gelatín (matarlím), borðedik, mjöl (t.d. kartöflumjöl) og efni sem berast í matvæli við reykingu með trjáviði eða á annan hátt án notkunar reyksýru eða annarra hjálparefna. Ákveðin bætiefni eru notuð sem aukefni (s.s. litar­ og þráavarnarefni), en bætiefni sem notuð eru til að hafa áhrif á næringargildi matvæla og annarra neysluvara teljast ekki til aukefna. Prótein s.s. vatnsrofin prótein og sojaprótein teljast til hráefna, en í vissum tilvikum eru prótein skilgreind sem aukefni (s.s. sætuefni).

Umbreytt sterkjusambönd með númer frá 1400 til 1403 teljast hráefni, þ.e.a.s. dextríneruð sterkja (1400), sterkja meðhöndluð með sýru (1401), með basa (1402) og bleikt sterkja (1403).

3.5. Skammtur er tilgreint magn fæðunnar, t.d. innihald í einum pakka eða áætlað magn sem ætla má að neytt sé í einni máltíð.

3.6. Neikvæðar merkingar eru umbúðamerkingar, þar sem tilgreint er, að ákveðin efni séu ekki í vörunni, eða hafi ekki verið notuð við framleiðslu hennar. Hugtök sem gefa til kynna skerðingu, s.s. "sykurskert" eða "fituminna", teljast ekki neikvæðar merk­ingar.

 

4. gr.

4.1. Neytendaumbúðir eru allar umbúðir sem umlykja vöruna að einhverju eða öllu leyti, þegar hún er boðin til sölu eða neyslu.

 

5. gr.

5.1. Pökkunardagur er sá dagur, þegar vörunni er pakkað í þær neytendaumbúðir sem hún er seld í.

5.2. Síðasti söludagur, merkir að ekki er heimilt að selja vöruna eftir dagsetningu síðasta söludags. Varan skal þó hafa hæfilegt geymsluþol hjá þeim aðila sem kaupir vöruna á síðasta söludegi.

5.3. Best fyrir, gefur til kynna lágmarksgeymsluþol vörunnar við þau geymsluskilyrði sem við eiga, en varan getur haldið sínum eiginleikum og verið neysluhæf eftir tilgreint lágmarksgeymsluþol.

Vörutegundir sem merktar eru "BEST FYRIR"er heimilt að selja í verslunum til loka þess mánaðar eða þess árs (þar sem það á við) sem tilgreint er á umbúðum.

 

III. KAFLI.

Almennar umbúðamerkingar.

6. gr.

6.1. Umbúðamerkingar skulu vera greinilegar, vel læsilegar og þannig að þær séu ekki á nokkurn hátt blekkjandi fyrir kaupanda eða móttakanda varðandi uppruna, tegund, samsetningu, þyngd, eðli eða áhrif vörunnar. Ákvæði þetta á einnig við um myndskreytingar á umbúðum. Í auglýsingum fyrir neysluvörur og í meðfylgjandi leiðbeiningum, skal þess jafnframt gætt að þar komi ekki fram upplýsingar sem gætu verið blekkjandi, sbr. ofangreint ákvæði.

 

7. gr.

7.1. Merkja skal umbúðir á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli, öðru en finnsku, og skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á umbúðunum sjálfum eða merkimiða sem er tryggilega festur á umbúðir:

1. Heiti vörunnar, sbr. ákvæði 8. gr.

2. Nafn og heimilisfang framleiðanda, pökkunaraðila, dreifingaraðila, innflytjanda eða umboðsaðila, sbr. ákvæði 9. gr.

3. Nettóþyngd /lagarmál vörunnar, sbr. ákvæði 10. gr.

4. Geymsluskilyrði, sbr. ákvæði 11. gr.

5. Geymsluþol, sbr. ákvæði 12. og 22. gr.

6. Innihaldslýsing, sbr. ákvæði 13. gr.


 

8. gr.

8.1. Heiti vörunnar skal lýsa sem nákvæmast innihaldi hennar og eiginleikum. Sérstaklega skal þess gætt að heiti vörunnar sé ekki á nokkurn hátt blekkjandi sbr. ákvæði 6. greinar.

8.2. Ef heiti vörunnar gefur ekki nákvæma hugmynd um samsetningu hennar, skal nánari skýring gefin með undirheiti eða á annan sambærilegan hátt, ef nauðsynlegt er til að neytendur fái réttan skilning af samsetningu vörunnar.

 

9. gr.

9.1. Nafn og heimilisfang framleiðanda, pökkunaraðila, dreifingaraðila, innflytjanda eða umboðsaðila skal koma fram á umbúðum. Heimilisfang skal gefið upp sem bær, borg eða hérað, en auk þess er heimilt að skrá götuheiti, húsnúmer og/eða símanúmer á umbúðir.

9.2. Framleiðsluland skal koma fram á umbúðum, ef nauðsynlegt er til að gefa rétta hugmynd um uppruna vörunnar.

 

10. gr.

10.1. Nettóþyngd eða lagarmál skal tilgreint sem meðaltalsvigt samkvæmt einingum metrakerfis (kg, g, 1, ml). Ef varan er í vökva, olíu, sósu eða öðru þess háttar, skal auk heildarþyngdar innihalds, tilgreina nettóþyngd vörunnar sjálfrar. Fyrir sælgætisvörur sem vega minna en 50 g og aðrar neysluvörur sem vega minna en 25 g, er ekki nauðsynlegt að gefa upp nettóþyngd.

10.2. Þyngd vörunnar má ekki vera minni en 95% af uppgefinni nettóþyngd fyrir vöru­tegundir sem vega allt að 500 g (ml) og ekki minni en 98% fyrir vörutegundir sem vega 500 g (ml) eða meira.

 

11. gr.

11.1. Geymsluskilyrði fyrir matvæli og aðrar neysluvörur skulu merkt á eftirfarandi hátt: 1. Kælivörur skal geyma við +4°C eða kaldara og merkja sem "KÆLIVARA". Ef hitastig er tilgreint skal það vera 0~°C (t.d. "KÆLIVARA, 0-4°C").

2. Frystivörur á að geyma við -18°C eða kaldara og merkja "FRYSTIVARA". Ef hitastig er tilgreint skal það vera 18°C (t.d. "FRYSTIVARA, -18°C"). Hollustuvernd ríkisins getur gert kröfu um að á umbúðum komi fram ráðleggingar um hvernig afþíða skuli vöruna og með hana farið, þ.m.t. geymsluþol og geymsluskilyrði fyrir afþídda vöru. Slíkar kröfur skulu birtar með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

3. Ekki er skylt að gefa upp geymsluskilyrði fyrir vörur sem geymdar eru við stofuhita (20°C).

 

12.gr.

12.1. Geymsluþol skal gefa upp á eftirfarandi hátt:

1. Fyrir kælivörur sem hafa minna en 3 mánaða geymsluþol, skal merkja umbúðir með "PÖKKUNARDAGUR" og "SÍÐASTI SÖLUDAGUR". Pökkunardag og síðasta söludag skal gefa upp sem dag og mánuð.

2. Aðrar vörur sem hafa minna en 3 mánaða geymsluþol, skal merkja með "SÍÐASTI SÖLUDAGUR" og skal þá tilgreina dag og mánuð.

3. Fyrir vörutegundir sem hafa frá 3 til 18 mánaða geymsluþol, skal merkja umbúðir með "BEST FYRIR" og skal þá tilgreina mánuð og ár.


4. Fyrir vörur sem hafa meira en 18 mánaða geymsluþol gildir eftirfarandi:

4.1. Frystivörur skal merkja með "BEST FYRIR" þannig að fram komi mánuður og ár.

4.2. Vörur sem geyma má við stofuhita er ekki skylt að geymsluþolsmerkja, en sé það gert, skal merkja með "BEST FYRIR" þannig að fram komi mánuður og ár. Sé geymsluþol vörunnar meira en 3 ár, nægir að tilgreina ár.

5. Eftirfarandi vörutegundir/vöruflokkar eru undanþegnir skyldu til geymslu­þolsmerkingar:

5.1. Ferskir garðávextir (grænmeti, ávextir, ber) sem ekki hafa verið skornir, flysjaðir eða meðhöndlaðir á annan sambærilegan hátt.

5.2. Matbrauð og einnig kökur og aðrar bökunarvörur sem venjulega er neytt innan 24 tíma frá pökkun. Rotvarðar vörur skulu þó geymsluþolsmerktar. 5.3. Tyggigúmmí og sykraðar sælgætisvörur aðrar en súkkulaði

5.4. Ósýrt smjör (skal merkja með dulmerki/kóda).

5.5. Brennd vín, óbrennd vín svo og aðrir drykkir sem innihalda meira en 10'%, alkóhól.

5.6. Edik. 5.7. Salt.

5.8. Sykur.

6. Geymsluþolsmerking skal gefin upp með tölustöfum (t.d. 11. 12.88) eða þannig að mánuður er gefinn upp með skrifstöfum (t.d. 1 l.des.88). Þar sem því verður við komið skal dagsetning vera í beinu framhaldi af texta (t.d. ,.Síðasti söludagur ll.des.88"), en að öðrum kosti skal vísað til þess, hvar á umbúðum dagsetningu er að finna eða hvað hún merkir (t.d. "SÍÐASTI SÖLUDAGUR - sjá lok á umbúðum" eða "Dagsetning fernunnar merkir BEST FYRIR").

7. Framleiðandi vörunnar skal ákvarða og bera ábyrgð á geymsluþolsmerkingu henn­ar. Við ákvörðun geymsluþols skal tekið tillit til eðlis vörunnar, flutnings-, dreifingar- og geymsluskilyrða. Leiði athuganir í ljós að gæði vörunnar eru ekki í samræmi við merkt geymsluþol, getur viðkomandi heilbrigðisnefnd ákvarðað það geymsluþol sem skal gilda fyrir vöruna. Skulu slíkar á kvarðanir tilkynntar Hollustuvernd ríkisins.

Ef ekki er bætt úr, getur hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd stöðvað vinnslu og sölu á vörunni.

8. Hollustuvernd ríkisins er heimilt að gefa út reglur um geymsluþol fyrir ákveðnar tegundir eða flokka matvæla. Skulu slíkar reglur birtar með auglýsingu í Lögbirt­ingablaðinu. Ef um verulega breyttar forsendur er að ræða varðandi geymsluþol vegna meðhöndlunar vörunnar (t.d. opnun umbúða), getur stofnunin gert kröfu um að þess sé getið á umbúðum.

 

13. gr

13.1. Innihaldslýsing skal veita greinargóðar upplýsingar um samsetningu vörunnar. Skal hún aðgreind frá öðrum upplýsingum á umbúðum með orðinu "INNIHALD" eða "INNIHALDSLÝSING", en að öðru leyti gilda eftirfarandi ákvæði:

1. Hráefni og aukefni skulu skráð eftir minnkandi magni.

2. Efnisþætti í samsettum hrá efnum skal tilgreina, ef hráefnið er 25% eða meira af nettóþyngd vörunnar, eða ef nauðsynlegt er til að neytandinn fái rétta hugmynd um samsetningu hennar, sbr. og ákvæði 8. tl. varðandi merkingu aukefna.

3. Ef á umbúðum eru fullyrðingar um að varan innihaldi mikið eða lítið af tilteknum hráefnum, skal magn þeirra koma fram.


4. Þegar vatn er notað við framleiðslu vörunnar, skal þess getið í innihaldslýsingu eftir magni, ef viðbætt vatn er meira en 5% af nettóþyngd tilbúinnar vöru.

5. Aukefni skulu skráð með flokksheiti auk númers og/eða viðurkennds heitis. Skal nota þau flokksheiti, númer og viðurkennd heiti sem fram koma í þeim aukefnalista sem í gildi er hverju sinni. Flokksheiti skal ætíð nota með númerum, en sé viðurkennt heiti notað, er heimilt að sleppa flokksheiti fyrir eftirtalda flokka aukefna:

Froðueyða

Kekkjavarnarefni

Lyftiefni

Sýrur, basa og sölt

Yfirborðsefni

Hjálparefni

Bragðefni er heimilt að auðkenna með flokksheiti eða viðurkenndu heiti efnanna. Aukefni sem ekki tilheyra ákveðnum aukefnaflokki, skulu tilgreind með viður­kenndu heiti.

6. Ekki er heimilt að geta um vöruheiti aukefna í innihaldslýsingu.

7. Þegar notuð eru fleiri en eitt aukefni sama aukefna flokks, er ekki skylt að skrá þau í magnröð, heldur er heimilt að skrá þau samhliða (t.d. rotvarnarefni E 202, 211). Samanlagt magn efnanna ræður hvar í innihaldslýsingu þau eru skráð.

8. Aukefni sem berast úr hráefni í tilbúin samsett matvæli en hafa engin tæknileg eða önnur áhrif í hinni tilbúnu vöru, eru undanþegin ákvæðum um merkingar, nema annað sé tekið fram í reglugerð um aukefni í matvælum og öðrum neysluvörum.

9. Þegar vítamínum eða steinefnum er bætt í matvæli eða aðrar neysluvörur til að hafa áhrif á næringargildi þeirra, skal efnafræðilegt eða viðurkennt heiti efnanna koma fram í innihaldslýsingu. Heimilt er að geta vítamína og steinefna síðast í innihalds­lýsingu (óháð magnröð).

 

IV. KAFLI.

Næringargildi

14. gr.

14.1. Næringargildi er aðeins skylt að merkja á umbúðir, þegar þess er krafist í sérreglugerðum, og þegar matvæli eða aðrar neysluvörur eru auglýstar eða kynntar vegna tiltekir na næringarfræðilegra eiginleika. Þegar næringargildi er merkt á umbúðir, skal það gert samkvæmt eftirfarandi ákvæðum.

 

15. gr

15.1. Næringargildi skal gefið upp miðað við 100 g/100 ml eða tiltekinn skammt af vörunni. Merkingin skal aðgreind frá öðrum upplýsingum á umbúðum með orðinu "NÆR­INGARGILDI", eða á annan sambærilegan hátt. Þegar blanda á vöruna, t.d. með vatni eða mjólk, er einnig heimilt að tilgreina næringargildi vörunnar tilbúinnar til neyslu. Í slíkum tilvikum skal taka skýrt fram að svo sé, og skal blöndunarhlutfall þá jafnframt koma fram á umbúðum. Þegar næringargildi er gefið upp í einum skammti, skal skammtastærð tilgreind í einingum metrakerfis og fjöldi skammta skal einnig koma fram, ef umbúðir innihalda meira en einn skammt.


 

16. gr.

16.1. Þegar orkugildi og orkuefni eru merkt á umbúðum, skal magn próteina, fitu og kolvetna koma fram auk orkugildis. Tilgreina skal magn orkuefna í g og orkugildi í kJ/ kcal. Þá skal tilgreina magn natríum í mg. Þegar getið er um magn trefja og sykurs (ein- og tvísykrur) og magn fitusýra, skal það gert á eftirfarandi hátt: NÆRINGARGILDI:

Orka                                               kJ, kcal

Prcítein                                                     g

Fita                                                          g      

þar af:

fjiilómettaðar fitusýrur                               g

mettaðar fitusýrur

Kolvetni                                                    g

þar af:

sykur                                                        g

trefjar                                                       g

Natríum                                                  mg

16.2. Heimilt er að aðgreina viðbættan sykur (t.d. súkrósa, glúkósa) frá öðrum sykri (t.d. frúktósa, laktósa). Nánari útskýringar varðandi orkugildi, orkuefni, trefjar og natríum koma fram í fylgiskjali 1.

 

17. gr.

17.1. Fyrir vörutegundir sem eru merktar eða auglýstar sérstaklega vegna innihalds trefja, tiltekinna orkuefna eða bætiefna, skal merkja næringargildi vörunnar samkvæmt ákvæðum 16. og 18. greinar.

17.2. Ef magn kólesteróls í vörunni kemur fram sem hluti af upplýsingum um næringargildi, skal merkja næringargildi samkvæmt ákvæðum 16. gr. og þannig að magn mettaðrar og fjölómettaðrar fitu komi fram.

 

18. gr.

18.1. Þegar umbúðir eru merktar með innihaldi vítamína eða steinefna, skal magn natríum, orkuefna og orkugildi jafnframt koma fram samkvæmt ákvæðum 16. greinar. Magn vítamína og steinefna skal tilgreint í einingum metrakerfis (mg, μg) eða sem % af RDS (ráðlagður dagskammtur, samkvæmt ráðleggingum Manneldisráðs Íslands).

 

19. gr.

19.1. Á umbúðum neysluvara skal einungis tilgreina vítamín og steinefni sem í vörunni eru í magni sem telst þýðingarmikið út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Þó er heimilt að merkja vöru ítarlegar, ef eftirfarandi reglum er fylgt:

1. Þegar magn bætiefna í 100 g eða tilteknum skammti er aðeins 2-5% af ráðlögðum dagskammti, skal magn gefið upp sem % RDS.

2. Þegar magn bætiefna í 100 g eða tilteknum skammti er undir tveimur prósentum af ráðlögðum dagskammti, skal það kom fram á greinilegan hátt, án þess að mangið sé tilgreint nánar.

 

20. gr.

20.1. Þegar umbúðir vöru eru merktar með innihaldi vítamína eða steinefna, sem ekki hefur verið gefið RDS-gildi, skal þess getið. Eftirfarandi vítamín og steinefni hafa fengið RDS-gildi, og skal miðað við þau gildi sem fram koma við hvert efni, ef magn er gefið upp á umbúðum sem % RDS:

 

Vítamín             Ráðlagður dagskammtur (RDS)

A-vítamín                                                                              1000         μg

D-vítamín                                                                              10             μg

E-vítamín                                                                              10             mg

Askorbínsýra                                                                         60             mg

Þíamín (B1,)                                                                          1,4            mg

Ríbóflavín (B2)                                                                      1,6            mg

Níasín                                                                                   18             mg

Pyridoxín (B6)                                                                       2              mg

Fólasín                                                                                  400           μg

Cyanókóbalamín (B12)                                                           3              μg

Steinefni                                                                                  

Kalk                                                                                     1000         mg

Fosfór                                                                                   1000         mg

Járn                                                                                      14             mg

Magníum                                                                              350           mg

Zink                                                                                      15             mg

Joð                                                                                       150           μg

 

20.2. Fyrir innfluttar vörutegundir er heimilt að miða við RDS-gildi annarra þjóða eða alþjóðleg viðmiðunargildi, ef þau eru ekki verulega frábrugðin framangreindum RDS-gildum. Nánari skilgreiningar varðandi uppgefnar einingar fyrir vítamín koma fram í fylgiskjali 1.

 

21. gr.

21.1. Þegar ekki liggja fyrir áreiðanlegar upplýsingar um næringargildi vörunnar, eða þau hráefni sem hún er unnin úr, skal ákvarða næringargildi vörunnar með efnarannsókn­um.

 

22. gr.

22.1. Fyrir vörur sem hafa 3 mánaða geymsluþol eða meira, gildir eftirfarandi ef umbúðir eru merktar með innihaldi bætiefna: Ef næringargildi vörunnar verður minna við geymslu, skal með "BEST FYRIR" merkingu, gefa til kynna hve lengi varan inniheldur það magn bætiefna sem merkt er á umbúðum. Geymsluþolsmerking vörunnar skal vera í samræmi við ákvæði 12. greinar.

 

23. gr

23.1. Þegar bætiefni eru notuð sem aukefni, samkvæmt ákvæðum reglugerðar um aukefni í matvælum og öðrum neysluvörum, er ekki heimilt að geta um þau sem næringarefni á umbúðum, í auglýsingum eða á annan hátt (s.s. notkun askorbinsýru sem þráavarna­refni og Beta-karótín sem litarefni).

 

V. KAFLI.

Notkunarleiðbeiningar.

24. gr.

24.1. Notkunarleiðbeiningar skulu koma fram á umbúðum teljist það nauðsynlegt fyrir rétta meðhöndlun vörunnar.


 

VI. KAFLI.

Neikvæðar merkingar.

25. gr.

25.1. Neikvæðar merkingar varðandi hráefni má einungis nota sé gerð um það krafa, eða slíkt hafi verið heimilað með reglugerð þessari, eða af Hollustuvernd ríkisins. Ákvæði þetta á þó ekki við um merkingu umbúða fyrir sérfæði s.s. glúteinfríar vörur. Sem dæmi um neikvæðar merkingar má nefna "sykurlaust", "engin gerviefni", "fitu­snautt", "kaffeinfrítt" og "engu salti bætt í".

 

26. gr.

26.1. Þegar veitt er heimild til neikvæðra merkinga varðandi hráefni, skal þess gætt að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:

1. Merkingin skal ekki á neinn hátt vera blekkjandi sbr. ákvæði 6. gr.

2. Notkun hráefnisins sé heimil í viðkomandi vörutegund og jafnframt að ekki sé gerð krafa í sérreglugerðum um að varan skuli innihalda hráefnið.

3. Aðrar samskonar og/eða sambærilegar vörur innihaldi hráefnið.

4. Merkingin skal hafa gildi fyrir neytendur og taka mið af hagsmunum þeirra.

 

27. gr.

27.1. Eftirfarandi neikvæðar merkingar eru heimilar fyrir hráefni:

1. "Engu salti bætt í", "Ósaltað", "Án viðbætts salts", "Ekkert salt" sbr. 32. gr. 2. "Sykurlaus" sbr. 33. gr.

3. "Kaffeinfrítt" eða "kaffeinlaust" sbr. 37. gr.

 

28. gr.

28.1. Neikvæðar merkingar fyrir aukefni má einungis nota sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt:

1. Notkun þeirra aukefna sem um er að ræða, skal vera heimil í viðkomandi vörutegund, samkvæmt ákvæðum reglugerðar um aukefni í matvælum og öðrum neysluvöru, ásamt aukefnalista.

2. Aðrar samskonar eða sambærilegar vörur innihaldi aukefnið.

3. Aukefnið skal ekki finnast í vörunni. Skal þess sérstaklega gætt að hráefni eða aukefnablöndur sem varan er unnin úr, innihaldi ekki viðkomandi aukefni.

4. Neikvæðar merkingar fyrir aukefni skulu einungis koma fram í tengslum við innihaldslýsingu vörunnar.

5. Óheimilt er að auglýsa vöruna sérstaklega með tilliti til þess að hún innihaldi ekki tiltekin aukefni.

 

VII. KAFLI.

Sérákvæði vegna hráefna.

29. gr.

29.1. Hugtök sem gefa til kynna skerðingu hráefna í matvælum og öðrum neysluvörum má aðeins nota við umbúðamerkingar, sé gerð um það krafa, eða slíkt hafi verið heimilað með reglugerð þessari eða af Hollustuvernd ríkisins. Ákvæði þetta á við hugtök eins og "sykurskert", "fituminna" og einnig merkingu eins og "lítið salt".

Undantekning frá ákvæði þessu, er þegar heiti og samsetning neysluvöru er skilgreind í sérreglugerðum, sbr. 1. tl. í fylgiskjali 2.


 

30. gr.

30.1. Umbúðamerkingar samkvæmt 29. gr. skal aðeins leyfa í þeim tilvikum, þegar skilyrðum sem fram koma í 26. gr. er fullnægt.

 

31. gr.

31.1. Heimilt er að nota hugtakið "fituminna" við merkingu á unnum kjötvörum og öðrum neysluvörum sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt, auk þeirra sem greinir í 26. gr.:

1. Fituinnihald skal vera innan við 50% af magni fitu í samskonar eða sambærilegri vöru.

2. Umbúðamerkingar skulu vera í samræmi við ákvæði 17. gr.

31.2. Sérmerkingar eins og "aðeins x g fita" eða "minna en x g fita" eru óheimilar (x í dæmum hér að framan merkir tilgreint magn fitu), en fituminni vörur er einnig heimilt að merkja með orðunum "létt" eða "diet", samanber 2. tl. í fylgiskjali 2.

 

32. gr.

32.1. Fyrir vörutegundir sem innihalda viðbætt salt (NaCI) eða sem venjulega innihalda viðbætt salt, er heimilt að sérmerkja umbúðir. Þegar umbúðir eru merktar með tilliti til þessa, skal það gert á eftirfarandi hátt:

1. Magn salts skal gefið upp sem mg natríum í 100 g eða tilteknum skammti. Skal það koma fram sem hluti af upplýsingum um næringargildi, sbr. ákvæði 16. greinar. 2. Heimilt er að merkja umbúðir "án viðbætts salts", "ósaltað" eða á annan

sambærilegan hátt, ef skilyrðum samkvæmt 26. gr. er fullnægt.

3. Heimilt er að merkja umbúðir "minna salt", "saltskert", ef innihald natríum er innan við 50% af magni þess í samskonar eða sambærilegri vöru. Skilyrðum samkvæmt 26. gr. skal vera fullnægt.

32.2. Þá gildir fyrir matvæli og aðrar neysluvörur, án tillits til þess hvort þær innihalda viðbætt salt eða ekki, að heimilt er að merkja umbúðir á eftirfarandi hátt:

1. Merkinguna "ekkert salt", má nota fyrir vörutegundir sem innihalda innan við 5 mg natríum /100 g.

2. Merkinguna "lítið salt" má nota fyrir vörutegundir sem innihalda innan við 140 mg natríum /100 g.

 

VIII. KAFLI.

Sérákvæði vegna aukefna.

33. gr.

33.1. Matvæli og aðrar neysluvörur sem innihalda sætuefni, skulu auðkennd á umbúðum með eftirfarandi hugtökum:

1. "Sykurlaus", þegar hlutfall sykurs í vörunni er innan við 0.5% (minna en 2 kcal/100 g úr sykri).

2. "Sykurskert", þegar hlutfall sykurs í vörunni er innan við 50% af venjulegu sykurmagni í samskonar eða sambærilegri vöru.

Ofangreindar vörutegundir er jafnframt heimilt að merkja með orðunum "diet" eða "létt", samanber 2. tl. í fylgiskjali 2.

33.2. Umbúðir vörutegunda sem merktar eru "sykurlaus" eða "sykurskert", skulu jafn­framt merktar samkvæmt ákvæði 17. greinar, en Hollustuvernd ríkisins getur veitt undanþágu frá ákvæði þessu ef um orkusnauða vöru er að ræða. Ákvæði þessarar greinar ná ekki til borðsætuefna (sætuefnatöflur, strásæta) sem merkja á samkvæmt ákvæðum 35. greinar.


 

34. gr.

34.1. Vörutegundir sem innihalda sykuralkóhóla, s.s. sorbitól, skal sérmerkja á eftirfarandi hátt, ef ætla má að dagleg neysla efnanna geti farið umfram 20 g við eðlilega notkun vörunnar: "Varan inniheldur sykuralkóhól (x g/100 g) sem getur haft hægðalosandi áhrif". Í svigann skal skrá magn efnisins (g) í 100 g af vörunni. Hellustuvernd ríkisins skal að höfðu samráði við Manneldisráð Íslands meta hver dagleg neysla slíkra vörutegunda getur verið.

 

35. gr.

35.1. Aukefni sem boðin eru til sölu í verslunum (s s. sætuefnatöflur, matarlitir, sýrur) og sem ætluð eru til heimilisnota, skulu merkt á íslensku með eftirfarandi upplýsingum: 1. Nafn og heimilisfang framleiðanda og innflytjanda ef um innflutta vöru er að ræða. 2. Notkunarleiðbeiningar, s.s. leiðbeiningar um skammtastærðir og blöndun. Auk

þess skulu vera nauðsynlegar skýringar s.s. "TIL MATARGERÐAR", "TAK­MÖRKUÐ NOTKUN" og litarefni skulu auðkennd "MATARLITUR".

3. Magn aukefna í vörunni. Ef varan inniheldur fleiri en eitt aukefni skulu þau skráð eftir minnkandi magni.

4. Aukefni skulu auðkennd samkvæmt ákvæðum 13. gr.

5. Sætuefni, hvort sem þau eru seld sem töflur, strásæta eða lausn, skulu merkt með upplýsingum um sætustyrk samanborið við sykur, t.d. "1 tafla = 1 teskeið sykurs eða 1 teskeið strásætu = 1 teskeið sykurs". Sætuefni sem innihalda sykuralkóhóla eða önnur efni sem gefa orku, skulu auk þess merkt þannig að fram komi orkugildi sem kcal og kJ í 100 g eða tilteknum skammti vörunnar.

35.2. Ekki er heimilt að bjóða til sölu aukefni til heimilisnota, nema Hollustuvernd ríkisins hafi samþykkt umbúðamerkingar vörunnar.

 

36. gr.

36.1. Þegar vörutegundir innihalda brennisteinssýrling eða sölt (súlfít, bísúlfít og tvísúlfít), getur Hollustuvernd ríkisins krafist sérmerkingar umbúða, þannig að þetta komi fram á greinilegan hátt.

 

IX. KAFLI.

Sérákvæði fyrir drykkjarvörur.

37. gr.

37.1. Heimilt er að merkja og auglýsa kaffi sem "kaffeinfrítt" eða "kaffeinlaust", ef varan inniheldur innan við 100 mg kaffein í 100 g.

 

38. gr.

38.1. Þrátt fyrir ákvæði 28. gr. varðandi neikvæðar merkingar fyrir aukefni, er heimilt að merkja gosdrykki sérstaklega og auglýsa þá með tilliti til þess að þeir innihaldi ekki kaffein. Ákvæði þetta á þó einungis við um þær tegundir gosdrykkja sem tíðkanlega innihalda kaffein.

 

39. gr.

39.1. Brennd vín og óbrennd vín eru undanskilin ákvæðum um merkingar samkvæmt gr. 11., 12. og 13. í III. kafla og 36. gr. VIII. kafla. Sama gildir um aðrar drykkjarvörur sem innihalda meira en 10% alkóhól. Hins vegar skal í verðlista Áfengis- og tóbaksverslunarinnar skrá eftirfarandi:

1. Hvaða vörutegundir innihalda litarefni og skal koma fram bæði viðurkennt heiti og E-númer efnanna.

2. Hvaða vörutegundir innihalda brennisteinssýrling eða sölt (súlfít, bísúlfít og tvísúlfít).

Ekki er gerð krafa um merkingu á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli (öðru en finnsku) fyrir ofangreindar vörutegundir, sbr. ákvæði 7. greinar.

 

40. gr.

40.1. Fyrir gosdrykki, svaladrykki, saftir og safa gildir eftirfarandi:

1. Ekki er heimilt að nefna vöruna "ávaxtadrykkur/berjadrykkur" (s.s. appelsínu­drykkir) eða "ávaxtaþykkni/berjaþykkni", nema hlutfall af hreinum safa í tilbúnum drykk sé 10% eða meira.

Í fylgiskjali 2 (3. tl.) koma fram vöruheiti fyrir gosdrykki sem þrátt fyrir ofangreint ákvæði verða samþykkt við gildistöku reglugerðarinnar.

2. Ekki er heimilt að myndskreyta umbúðir með ávöxtum eða berjum nema hlutfall af hreinum safa í tilbúnum drykk sé 10% eða meira.

3. Á umbúðum fyrir aldinsaftir (yfir 35% aldinsafa í tilbúnum drykk) og aldinsaft­drykki (10 til 35% aldinsafi í tilbúnum drykk), skal koma fram % hlutfall af hreinum safa í vörunni. Ef blanda á vöruna fyrir neyslu, skal gefa upp hlutfall af hreinum safa í tilbúnum drykk. Sama ákvæði gildir um gosdrykki og aðra svaladrykki sem innihalda allt að 10% aldinsafa í tilbúnum drykk.

4. Við auglýsingar á drykkjum sem innihalda aldinsafa, skal þess gætt að neytendur fái ekki rangar hugmyndir um samsetningu vörunnar, sbr. ákvæði þessarar greinar og ákvæði 6. gr. III. kafla.

 

X. KAFL1.

Geislun matvæla.

41. gr.

41.1. Umbúðir fyrir matvæli og aðrar neysluvörur, sem meðhöndlaðar hafa verið með röntgengeislum, gammageislum eða á annan hliðstæðan hátt, í þeim tilgangi að hafa áhrif á örverur og geymsluþol, skulu merktar á eftirfarandi hátt:

1. Þegar fæðutegund er meðhöndluð með jónandi geislun, skal það koma fram á umbúðum í tengslum við heiti vörunnar.

2. Þegar vara er aðeins unnin úr einu hráefni, skal þess getið á umbúðum ef hráefnið hefur verið meðhöndlað með geislun.

 

XI. KAFLI.

Smásala.

42. gr

42.1. Seljandi sem selur óinnpakkaðar vörur í smásölu, skal geta veitt kaupanda upplýsing­ar um samsetningu vörunnar. Þær umbúðir sem vörunni er dreift í frá framleiðanda, innflytjanda eða öðrum aðila, skulu því vera merktar með innihaldslýsingu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.


 

43. gr.

43.1. Seljanda sem selur vörur í smásölu, er ekki heimilt að rjúfa neytendaumbúðir fyrir neysluvörur og selja vöruna óinnpakkaða.

Ákvæði þetta á þó ekki við hafi framleiðandi, innflytjandi, umboðsaðili eða pökkunaraðili, heimilað seljanda að rjúfa neytendaumbúðir. Þegar slíkt er gert, er það á ábyrgð framleiðanda, innflytjanda, umboðsaðila eða pökkunaraðila, að óinnpökkuð vara haldi sínum eiginleikum og sé af sömu gæðum og sú vara sem seld er í neytendaumbúðum.

 

44. gr.

44.1. Óheimilt er að gera breytingu á merkingu geymsluskilyrða og geymsluþols á umbúðum vöru sem pökkuð er í neytendaumbúðir. Einnig er óheimilt að umpakka neysluvöru og breyta þannig merkingu geymsluþols og geymsluskilyrða, s.s. að merkja kælivöru sem frystivöru eftir dagsetningu síðasta söludags.

 

XII. KAFLI.

Eftirlit og rannsóknir.

45. gr.

45.1. Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins hver á sínum stað, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.

 

46. gr.

46.1. Hollustuvernd ríkisins skal annast rannsóknir vegna opinbers eftirlits varðandi samsetningu matvæla og annarra neysluvara með tilliti til umbúðamerkinga.

 

47. gr.

47.1. Ef neysluvörur eru merktar með neikvæðum merkingum, eða á einhvern hátt þannig að gefin er til kynna skerðing á tilteknum efnum, getur heilbrigðisnefnd krafist þess að framleiðandi eða innflytjandi sýni niðurstöður rannsókna til staðfestingar á réttmæti umbúðamerkinga. Ef framleiðandi eða innflytjandi leggur ekki fram slíkar niðurstöður, getur Hollustuvernd ríkisins krafist þess, að hann greiði kostnað vegna rannsókna á vörunni.

 

48. gr.

48.1. Leiði athuganir eða rannsóknir í ljós að matvæli eða aðrar neysluvörur uppfylla ekki ákvæði þessarar reglugerðar, skal viðkomandi heilbrigðisnefnd, að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, krefjast þess að sá er sekur gerist um brot greiði allan kostnað sem leitt hefur af útvegun sýna og rannsókna á þeim.

 

XIII. KAFLI.

Undanþágur.

49. gr.

49.1. Þegar stærsti flötur á umbúðum er undir 10 cm2, getur Hollustuvernd ríkisins veitt undanþágu frá ákvæðum um umbúðamerkingar samkvæmt III. kafla, hvað varðar geymsluþol, geymsluskilyrði og innihaldslýsingu.


 

50. gr.

50.1. Heilbrigðiseftirlit á hverju eftirlitssvæði getur í vissum tilvikum veitt framleiðendum undanþágu frá merkingu innihalds á umbúðum fyrir neysluvörur, þegar unnið er að vöruþróun og markaðskönnunum á hlutaðeigandi svæði. Slíkar undanþágur skulu aðeins veittar tímabundið í allt að tvo mánuði og með því skilyrði, að veittar séu upplýsingar um innihald vörunnar.

 

XIV. KAFLI.

Ýmis ákvæði og gildistaka.

51. gr.

51.1. Innlendur framleiðandi og innflytjandi eða umboðsaðili ef um innflutta vöru er að ræða, er ábyrgur fyrir því að vörutegundir sem hér eru á markaði séu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Jafnframt er söluaðila óheimilt að selja vörur sem ekki uppfylla ákvæði þessarar reglugerðar.

 

52. gr.

52.1. Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 109/1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit með síðari breytingum, sbr. einnig lög nr. 24/1936 um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

 

53. gr.

53.1. Með mál sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari, skal farið að hætti opinberra mála.

 

54. gr.

54.1. Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í lögum nr. 24/1936 um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum og lögum nr.109/1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum,öðlast þegar gildi. Með reglugerð þessari falla úr gildi ákvæði um merkingu umbúða samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 250/1976 (ásamt síðari breytingum) um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara, svo og ákvæði eldri reglugerða sem settar eru með stoð í lögum nr. 24/1936 og sem kunna að brjóta í bága við reglugerð þessa.

Ákvæði til bráðabirgða.

Fyrir vörutegundir sem eru hér á markaði við gildistöku þessarar reglugerðar, og sem ekki eru í samræmi við ákvæði hennar, er veittur frestur til 1. janúar 1989 til að koma á nauðsynlegum breytingum. Hafi breytingar til samræmis við ákvæði reglugerðarinnar ekki verið gerðar að þeim tíma liðnum, er sala vörunnar óheimil.

Þrátt fyrir ákvæði í 10. og 15. gr. varðandi merkingu skammtastærðar og nettóþyngdar/ lagarmáls í einingum metrakerfis, er heimilt til 1. janúar 1990 að merkja umbúðir með öðrum einingum (t.d. oz) ef slíkt er venja í framleiðslulandinu.

Veittur er frestur til 1. janúar 1990 varðandi merkingu natríum samkvæmt ákvæðum 16. greinar.


4. Þrátt fyrir ákvæði í l8.gr. varðandi merkingu vítamína í einingum metrakerfis, er heimilt til 1. janúar 1990 að merkja magn A- og D-vítamíns í alþjóðlegum einingum.

5. Til loka árs 1989, er Hollustuvernd ríkisins heimilt að veita aðilum frest til að uppfylla tiltekin ákvæði þessarar reglugerðar. Slíka fresti skal einungis veita að fenginni rökstuddri umsókn og að fenginni umsögn viðkomandi heilbrigðisnefndar.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 15. júlí 1988.

 

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

 

Fylgiskjal 1.

Skilgreiningar varðandi orkugildi, orkuefni, trefjar, natríum og vítamín.

1. Orka.

Orku skal reikna sem samanlagt gildi:

Kolvetna í                                g x 17 kJ/g

og próteina í                              g x 17 kJ/g

og fitu í                                     g x 3A kJ/g

- Þegar varan inniheldur alkóhól, skal magnið gefið upp í g á eftir kolvetnum (trefjaefnum) í merkingu næringargildis, samkvæmt 16. grein.

- Orkugildi fyrir alkóhól skal reikna sem g x 30 kJ/g

- Þegar orkugildi í kJ og kcal eru umreiknuð, skal nota eftirfarandi hlutföll:

1 kJ =               0.239 kcal

1 kcal =               4.184 kJ

- Þegar orkuefni eru ekki til staðar í vörunni skal magn tilgreint sem 0 g (á ekki við um alkóhól, sbr. l6.gr.).

- Eftirfarandi frávik eru leyfileg fyrir uppgefið innihald orkuefna:

        Magn í g/100 g                                                      Mesta leyfilega frávik

Minna en 10 g                                 +/- 1.5 g

10 til 20 g                                        +/- 15%

Meira en 20 g                                  +/- 3 g

2. Prótein.

Prótein skal reikna sem innihald köfnunarefnis (N) margfaldað með stuðlinum 6.25 3. Fita.

Með fitu er átt við samanlagt magn lípíða í vörunni.

4. Kolvetni.

Innihald kolvetna reiknast á eftirfarandi hátt: Kolvetni = þurrefni - prótein - fita - aska

5. Sykur.

Með sykri er átt við innihald af ein- og tvísykrum, s.s. súkrósa (strásykur), glúkósa (þrúgusykur), frúktósa (ávaxtasykur) og laktósa (mjólkursykur).

6. Trefjar.

Með trefjum er átt við ómeltanleg kolvetni, þ.e. fjölsykrur aðrar en sterkju.

7. Alkóhól.

Með alkóhól er átt við innihald etanóls.

8. Natríum.

Við merkingu natríum, samkvæmt 16. gr., skal magn gefið upp sem 0 mg ef varan inniheldur innan við 5 mg/100 g. Gefa skal upp bæði náttúrulegt innihald og viðbætt magn. Við umreikning natríum (Na) og matarsalts (NaCI) skal nota eftirfarandi hlutföll:

1 g Na =                              2,542 g NaCI

1 g NaCI =                              0,393 g Na

9. Vítamín.

Eftirfarandi einingar og skilgreiningar gilda fyrir magn tiltekinna vítamína í 20 gr: - A-vítamín er gefið upp sem ~g retinól eða retinól jafngildi (RJ).

1 RJ = 1 ~g retinól eða 6 ~g B-karótín. - D-vítamín er gefið upp sem kólekalsiferól.

10 μg kólekalsiferól = 400 alþjóða einingar (AE).

- E-vítamín er gefið upp sem a-tókóferól jafngildi (TJ) 1 a-TJ = 1 mg d-a-tókóferól.

- Níasín er gefið upp sem níasín jafngildi (NJ). 1 mg NJ = 1 mg níasín eða 60 mg tryptofan.

- Fólasín miðast við heildarmagn efnisins í fæðunni, þar sem fólasín er mælt með Lactobacillus casei eftir meðhöndlun með hvata (konjugasa).

 

Fylgiskjal 2.

Vöruheiti og sérmerkingar sem heimilt er aó nota vió merkingu umbúóa.

1. Samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 35/1986, um mjólk og mjólkurvörur, er heimilt að nota tiltekin vöruheiti sem gefa til kynna skerðingu (s.s. léttmjólk og léttjógúrt).

2. Sem dæmi um notkun orðanna "diet" og "létt" við umbúðamerkingar (sbr. ákvæði 31. og 33. gr.), má nefna sykurlausa drykki eins og "diet" pepsi og coca cola "light", auk fituminni vörutegunda s.s. léttmajones.

3. Eftirfarandi vöruheiti er heimilt að nota fyrir gosdrykki, sbr. 1. tl. 40. greinar:

- Appelsín / Appelsín límonaði

- Grape / Grape fruit

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica