Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

1167/2007

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 354/2005 um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í þjálfun. - Brottfallin

1. gr.

4. mgr. 1. gr. fellur brott.

2. gr.

3. gr. orðast svo, ásamt fyrirsögn:

3. gr.

Þjálfunarkort.

Tilskilinn skiptafjöldi einstaklings til aukinnar hlutdeildar Tryggingastofnunar ríkisins skv. 1. og 2. gr. skal staðfestur með útgáfu skírteinis (þjálfunarkorts) sem sækja þarf um til stofnunarinnar. Miðað er við samanlagðan skiptafjölda sjúkratryggðs á ári í sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun, samkvæmt samningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skv. 28. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu, og talþjálfun skv. reglugerð nr. 1166/2007 þegar ekki er um samning að ræða.

Hver tvö skipti í hópmeðferð hjá þjálfara, sbr. 1. mgr., teljast svara til eins skiptis í annarri þjálfun við útgáfu þjálfunarkorts. Það sama gildir um stutta meðferð.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 38. gr., sbr. b-lið 1. mgr. 38. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, öðlast gildi þegar í stað.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 28. nóvember 2007.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Vilborg Þ. Hauksdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica