Félags- og tryggingamálaráðuneyti

772/2008

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 939/2003 um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags frá Tryggingastofnun ríkisins. - Brottfallin

1. gr.

1. málsl. 1. mgr. 1. gr. orðast svo:
Reglugerð þessi tekur til útreiknings, endurreiknings og uppgjörs tekjutengdra bóta skv. 16. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.

2. gr.

2. gr. orðast svo:

2. gr.

Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð svofellda merkingu:
Tekjutengdar bætur: Bætur þar sem tekjur hafa áhrif á fjárhæð bóta.
Bótagreiðsluár: Almanaksár.
Tekjur: Til tekna samkvæmt reglugerð þessari teljast tekjur eins og þær eru skilgreindar í 16. gr. laga um almannatryggingar. Tekjur sem aflað er erlendis og ekki eru taldar fram hér á landi, skulu sæta sömu meðferð gagnvart bótaútreikningi og væri þeirra aflað hér á landi.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

a) Heiti greinarinnar orðist svo: "Upplýsingar til Tryggingastofnunar ríkisins skv. 52. gr. almannatryggingalaga."
b) 2. og 4. málsl. 1. mgr. falla brott.
c) Í stað orðanna "umsækjandi, bótaþegi eða maki" í 1. málsl. 5. mgr. kemur: umsækjandi eða bótaþegi.
d) 3. málsl. 2. mgr. fellur brott.
e) Orðin "og maki" í 3. mgr. falla brott.


4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

a) Orðin "og maka hans" í 2. mgr. falla brott.
b) 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.


5. gr.

Á eftir orðinu "bótaþega" í 1. mgr. 9. gr. kemur: eða dánarbúi hans.

6. gr.

Á eftir orðinu "bótaþega" í 3. málsl. 10. gr. kemur: eða dánarbúi hans.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr.:

a) Í stað orðanna "11. og 12. gr. laga um almannatryggingar og 8. gr. laga um félagslega aðstoð" í 2. mgr. kemur: 17. og 18. gr. laga um almannatryggingar og 7. gr. laga um félagslega aðstoð.
b) Í stað orðanna: "en félagsmálaráðuneytið telur vera lágmarksframfærsluþörf og fram kemur í leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins um félagsaðstoð sveitarfélaga, nú 88.873 kr. á mánuði" í 5. mgr. kemur: en fram kemur í leiðbeiningum félags- og tryggingamálaráðuneytisins um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, nú 99.319 kr.
c) Á eftir orðinu "bótaþega" í 6. mgr. kemur: eða dánarbú hans.


8. gr.

Á eftir orðunum "aðrar aðstæður bótaþega" í 4. málsl. 13. gr. kemur: eða dánarbús hans.

9. gr.

Í stað orðanna "50. gr. laga nr. 117/1993" í 15. gr. kemur: 55. gr. laga nr. 100/2007.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr.:

a) Í stað "47/1990" í 2. mgr. kemur: 1112/2006.
b) Í stað orðanna "heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra" í 2. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.
c)  6. mgr. fellur brott.


11. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 16. gr., sbr. 70. gr., laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, 2. mgr. 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, og 29. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 16. júlí 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ágúst Þór Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica