1. gr.
Tilgangur.
Skráningarkerfi fyrir græðara er ætlað að stuðla að öryggi þeirra sem leita eftir eða nýta sér heilsutengda þjónustu græðara og tryggja gæði þjónustunnar eftir því sem kostur er. Auk þess á skráningarkerfið að stuðla að ábyrgri þjónustu og viðskipaháttum græðara.
2. gr.
Frjáls skráning.
Bandalag íslenskra græðara kemur á fót og rekur skráningarkerfi þar sem græðarar eiga þess kost að óska eftir skráningu. Til þess að geta látið skrá sig verður viðkomandi græðari að vera félagi í fagfélagi sem hefur hlotið aðild að skráningarkerfinu samkvæmt 3. gr. og að uppfylltum skilyrðum 5. gr.
Óski græðari sem ekki á aðild að fagfélagi eftir skráningu er skráning hans heimil að því tilskyldu að hann uppfylli skilyrði til inngöngu í það fagfélag sem hann ætti að tilheyra, hafi undirgengist samþykktir sem mælt er fyrir um í 1. - 7. tl. 3. gr. og uppfylli jafnframt skilyrði 5. gr. Sé fagfélag ekki starfandi í hans grein skal græðari lúta kröfum þess fagfélags sem hefur menntunarkröfur sem líkastar menntun viðkomandi græðara.
Bandalag íslenskra græðara skal jafnan sjá til þess að almenningur hafi greiðan aðgang að réttum upplýsingum um hvaða græðarar eru skráðir í skráningarkerfi græðara á hverjum tíma og hverjar séu starfsgreinar þeirra.
3. gr.
Skilyrði fyrir aðild fagfélags að skráningarkerfinu.
Að fenginni umsókn og umsögnum landlæknis og Bandalags íslenskra græðara getur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra heimilað að fagfélög fái aðild að frjálsa skráningarkerfinu skv. 2. gr. svo fremi að félagið hafi staðfest:
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið tilkynnir Bandalagi íslenskra græðara og landlækni um fagfélög sem fengið hafa aðild að skráningarkerfinu í samræmi við ákvæði þessarar greinar.
4. gr.
Skyldur fagfélaga sem fengið hafa aðild að skráningarkerfinu.
Fagfélagi sem hlotið hefur aðild að skráningarkerfinu í samræmi við 3. gr. ber skylda til að senda þegar í stað tilkynningu til Bandalags íslenskra græðara ef skráður félagsmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir því að vera á skrá.
5. gr.
Skilyrði fyrir skráningu græðara.
Bandalag íslenskra græðara skráir græðara sem veitir heilsutengda þjónustu ef:
Unnt er að kæra til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins ef græðara er synjað um skráningu.
6. gr.
Skyldur skráðra græðara.
Skráðum græðara er skylt:
7. gr.
Skráningargjald.
Við skráningu skal græðari greiða Bandalagi íslenskra græðara sérstakt skráningargjald til að standa undir kostnaði af rekstri skráningarkerfisins. Bandalagið ákveður fjárhæð skráningargjalds og skal hún staðfest af ráðherra.
8. gr.
Afturköllun skráningar.
Ef græðari uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir skráningu samkvæmt reglugerð þessari skal Bandalag íslenskra græðara taka hann af skrá. Afskráning er kæranleg til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.
Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi getur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að fengnum tilmælum landlæknis eða Bandalags íslenskra græðara, ákveðið að græðari skuli tekinn af skrá, enda þótt skilyrðum fyrir skráningu sé fullnægt. Þetta getur átt við ef græðari brýtur gegn lögum um græðara eða aðhefst eitthvað annað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum.
Gefa skal hinum skráða kost á að tjá sig um afskráningu sbr. 1. og 2. mgr. áður en hún er ákveðin.
Græðari sem tekinn hefur verið af skrá skv. 1. mgr. getur fengið sig skráðan aftur sýni hann fram á að hann uppfylli að nýju skilyrði fyrir skráningu. Greiðir hann þá skráningargjald að nýju, skv. 7. gr.
Græðari sem tekinn hefur verið af skrá skv. 2. mgr. getur fengið sig skráðan aftur að fenginni umsögn landlæknis og Bandalags íslenskra græðara, sýni hann fram á að ástæður afskráningar eigi ekki lengur við.
9. gr.
Upplýsingar skráningarkerfisins og upplýsingagjöf.
Skráningarkerfi fyrir græðara skal innihalda upplýsingar um:
Allir hafa rétt til þess að kynna sér hverjir eru skráðir græðarar og skal almenningur hafa aðgang að þeim upplýsingum sem taldar eru í 1. - 4. tölulið að frátöldum upplýsingum um heimilisfang og kennitölu viðkomandi græðara.
10. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
Bandalagi íslenskra græðara er heimilt að skrá græðara í skráningarkerfið sem uppfyllir ákvæði reglugerðar þessarar að undanskildum þeim menntunarkröfum sem kveðið er á um í 1. tl. 5. gr. Skilyrði fyrir þessari heimild er að umsækjandi hafi lokið námi í þeirri starfsgrein sem hann óskar eftir að fá skráða tveimur árum fyrir gildistöku þessarar reglugerðar. Heimild Bandalags íslenskra græðara samkvæmt ákvæði þessarar greinar fellur úr gildi einu ári eftir gildistöku þessarar reglugerðar.
11. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 34/2005 um græðara, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 9. október 2006.
Siv Friðleifsdóttir.
Sólveig Guðmundsdóttir.