Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

443/2005

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 462/2000 um markaðsleyfi sérlyfja, merkingar þeirra og fylgiseðla. - Brottfallin

1. gr.

Við a-lið 1. mgr. 12. gr. bætist: sbr. I. viðauka við tilskipun 2001/83/EB eins og honum hefur verið breytt með tilskipun 2003/63/EB sem birt er sem fylgiskjal með reglugerð þessari.


2. gr.

Við 1. mgr. 111. gr. bætist:
Tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2003/63/EB um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB um bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 7. og 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 19. apríl 2005.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica