Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

285/1989

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 204/1987, um menntun, réttindi og skyldur sjúkranuddara. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, er orðist svo:

Ráðherra getur fram til 31. desember 1989 veitt íslenskum ríkisborgurum, sem sóttu um leyfi fyrir 1. janúar 1988, en fengu synjun, ótakmarkað starfsleyfi að fenginni umsögn landlæknis, enda leggi þeir fram vottorð læknis/lækna um að þeir hafi stundað sjúkranudd í 3 ár samfellt fyrir 1. maí 1987.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. gr. laga nr. 24/1985, um starfsheiti o g starfsréttindi heilbrigðisstétta, öðlast gildi þegar við birtingu.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 30. maí 1989.

 

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica