Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 15. mars 1991

365/1990

Reglugerð um samvinnu heilsugæslustöðva í Reykjavíkurlæknishéraði og um kjör fulltrúa starfsmanna í stjórnir þeirra

1. gr.

Formenn stjórna heilsugæsluumdæma í Reykjavik, ásamt héraðslækni, mynda samstarfsráð heilsugæslustöðva í Reykjavik. Samstarfsráðið skiptir með sér verkum.
Hlutverk ráðsins er að annast yfirstjórn skrifstofu heilsugæslustöðva í Reykjavik, ráðningu sameiginlegs framkvæmdastjóra stöðvanna svo og annars starfsfólks skrifstofunnar. Samstarfsráð gerir tillögur til heilbrigðismálaráðs og ráðherra um samræmingu þjónustu
heilsugæslustöðvanna, þ. á m. um þá þjónustu, sem ekki er talið nauðsynlegt að veita á öllum stöðvum, heldur á einni eða fleiri stöðvum, og hvar henni skuli þá komið fyrir. Samstarfsráð gerir með sama hætti tillögur um skipan vaktþjónustu heilsugæslustöðvanna.

2. gr.

Rekin skal ein sameiginleg skrifstofa fyrir heilsugæslustöðvar í Reykjavik, er annist fjármál og daglegan rekstur stöðvanna, undir stjórn framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri skal uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til framkvæmdastjóra sjúkrahúsa, sbr. 29. og 30. gr. laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.

3. gr.

Starfsmannaráð skal starfa við hverja heilsugæslustöð í Reykjavik og gildir um kjörgengi, kosningu og störf þeirra reglugerð nr. 413/1973, um starfsmannaráð sjúkrahúsa.
Starfsmannaráð heilsugæslustöðva hvers heilsugæsluumdæmis í Reykjavik kjósa einn aðalfulltrúa og einn til vara í stjórn heilsugæslustöðva hlutaðeigandi umdæmis. Framkvæmdastjóri sbr. 2. gr., sér um að kosningar í starfsmannaráð og kjör fulltrúa í stjórnir heilsugæslustöðva fari fram.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 18. gr. laga nr. 75/1990, um breyting á lögum nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Ákvæði til bráðabirgða.

1. Heilsuverndarstarf í Reykjavik, skv. lögum nr. 44/1955, sbr. lög nr. 28/1957, skal haldast óbreytt þar til heilsugæslustöðvar hafa verið skipulagðar til þess að annast það, en þó ekki lengur en til ársloka 1991. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur gerir í samráði við stjórnir heilsugæsluumdæmanna í Reykjavíkurlæknishéraði (samstarfsráð heilsugæslustöðvanna), tillögur um framtíðarhlutverk stöðvarinnar skv. lögum um heilbrigðisþjónustu og í tengslum við heilsugæslustarf í Reykjavik. Skipulag þessa efnis skal koma til framkvæmdar frá 1. janúar 1992. Meðan stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur starfar skal formaður hennar sitja í samstarfsráði skv. I . gr. með sömu réttindi og aðrir fulltrúar.
2. Ákvæði 2. mgr. 3. gr. koma til framkvæmdar þegar skipaðar verða stjórnir heilsugæslustöðva í Reykjavik eftir sveitarstjórnarkosningar 1994, en aðalfulltrúi og varafulltrúi starfsmanna hefur þegar verið valinn í núsitjandi stjórn.
3. Samstarfsráð Heilsugæslustöðva í Reykjavik aðstoðar við tilflutning starfsmanna heilsugæslunnar í Reykjavik, sem skal að fullu lokið fyrir árslok 1990.
4. Heimilislæknastöðin hf., sem annast framkvæmd og rekstur heilsugæslustöðvar Laugarness H2, í Miðbæjarumdæmi, skv. samningi við stjórn Miðbæjarumdæmis frá 10. janúar 1991, tilnefnir einn fulltrúa til setu á fundum stjórnar heilsugæsluumdæmis Miðbæjar og hefur hann málfrelsi og tillögurétt á fundum stjórnar. Gildir þessi skipan til ársloka 1994, nema samningi verði sagt upp í samræmi við ákvæði hans.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.