Umhverfisráðuneyti

493/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 289/1994 um leysiefni til notkunar í matvælaiðnaði, sbr. breytingu nr. 562/1995.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á viðauka:

I. hluti

Efnið bútýlasetat fellur brott.

II. hluti

Ákvæði um hexan verða svohljóðandi:

Heiti         Notkunarskilyrði         Hámarksmagn leifa

Hexan 3) *)   Framleiðsla eða þáttun á fitum og olíum og

                framleiðsla á kakósmjöri               1 mg/kg fitu, olíu eða kakósmjörs 

                Framleiðsla á fituskertum próteinafurðum og

                fituskertu mjöli           10 mg/kg í matvælum sem innihalda

                                fituskertar próteinafurðir og fituskert mjöl

                                30 mg/kg í fituskertar sojavörur

                                ætlaðar til sölu til neytenda

                Framleiðsla á fituskertum kornspírum              5 mg/kg í fituskertum kornspírum

*) Neðanmálsgrein helst óbreytt.

III. hluti

Efnið 2-metýl-1-própanól fellur brott, en við bætist efnið 1,1,1,2-tetraflúoretan með hámarksákvæði 0,02 mg/kg. Þá skal hámarksákvæði fyrir díetýleter vera 2 mg/kg.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og 4. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, tilskipun 97/60/EB um 3. breytingu á tilskipun 88/344/EBE um leysiefni til notkunar í matvælaiðnaði. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Ákvæði til bráðabirgða.

Eftir 27. apríl 1999 er óheimilt að markaðssetja matvæli sem ekki uppfylla ákvæði þessarar reglugerðar. Þó er heimilt, á meðan birgðir endast, að markaðssetja matvæli sem framleidd eru og merkt fyrir þann tíma og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 289/1994, með breytingu nr. 562/1995.

 

Umhverfisráðuneytinu, 28. júlí 1998.

 

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica