Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

242/1974

Reglugerð um varnir gegn mengun matvæla af völdum blýs og kadmíums í matarílátum

1. gr.

Í glerjungi íláta (leir- eða málmíláta), sem notuð eru undir matvæli, getur verið blý eða kadmíum. Til þess að forða eitrunum af völdum þessara málma, er rekja mætti til slíkra íláta, ber hlutaðeigendum að breyta samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar.

Ákvæði þessarar reglugerðar ná einnig til íláta úr plasti, seta notuð eru undir matvæli.

2. gr.

Bannað er að framleiða, flytja inn eða versla með í1át þau, sem getið er um í 1. gr. reglugerðar þessarar, ef þau gefa frá sér meira magn af blýi en 7.0 míkróg blý/ml eða 0.5 mikróg kadmíum/ml, þegar eftirfarandi rannsóknaaðferðum er beitt, sbr. 3. gr.

3. gr.

Sex sýni af hverri gerð íláta skulu rannsökuð á þann hátt, að þau eru fyllt með 4% edikssýru, gler látið yfir op ílátsins, og ílátin síðan látin standa þannig í 24 klst. við venjulegan stofuhita. Blý eða kadmíum, er leysast kann í edikssýrulausninni, er síðan ákvarðað með aðferð þeirri, sem lýst er í viðauka, sbr. viðauka nr. 1.

Fundið er meðaltal sýnanna. Ef frávik einstakra niðurstöðutalna er innan eðlilegra marka (+10%), skal meðaltalið gilda. Annars verður að gera frekari rannsóknir.

4. gr.

Einungis niðurstöðutölur rannsókna frá viðurkenndum rannsóknastofnunum, t. d. Rannsóknastofnun iðnaðarins eða hliðstæðum rannsóknastofnunum, eru gildar.

5. gr.

Við mótun íláta eða á annan hátt ber að setja merki (vörumerki), sem ótvírætt sýnir, hver hefur framleitt vöruna. Jafnframt er þeim, sem framleiða eða flytja inn slíkar vörur hér á landi, skylt að láta rannsaka þær þannig, að ótvírætt sé, að þær standist kröfur, sem gerðar eru samkvæmt 2. og 3. gr. að framan. Ef varningurinn stenst ekki þessar kröfur, er bannað að hafa hann á boðstólum.

Varningur, sem heimilt er að hafa á boðstólum samkvæmt ákvæðum 1. málsgreinar hér að framan, skal merktur með tilliti til þess, að rannsakað hafi verið blý- og kadmíuminnihald hans, svo sem kveðið er á í þessari reglugerð.

6. gr.

Þeim, sem framleiða eða selja slíkar vörur hér á landi, er skylt að tilkynna það heilbrigðisnefnd viðkomandi bæjar- eða sveitarfélags.

7. gr.

Um málsmeðferð og viðurlög við brotum á ákvæðum þessum fer samkvæmt 22. og 23. gr. laga nr. 85 31. desember 19f8 um eiturefni og hættuleg efni.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 85 31. desember 1968 um eiturefni og hættuleg efni og öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 30. júlí 1974.

Magnús Kjartansson.

Almar Grímsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.