Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

454/1998

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 261/1995 um undanþágur frá lögheimilisskilyrði sjúkratrygginga. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (2.) breytingu á reglugerð nr. 261/1995 um undanþágur

frá lögheimilisskilyrði sjúkratrygginga.

1. gr.

Við 2. gr. bætist nýr liður sem verði g liður og orðist svo:

 g)           Þegar um er að ræða einstakling sem haldinn er lífshættulegum sjúkdómi og flytur hingað til lands til varanlegrar búsetu, enda hafi hann áður verið búsettur hér á landi í a.m.k. 20 ár og eigi hér nána ættingja. Sama á við um barn undir 18 ára aldri sem haldið er lífshættulegum sjúkdómi og flytur hingað til lands með foreldrum eða foreldri sem uppfyllir framangreint skilyrði um búsetu. Heimilt er að greiða kostnað sem fellur til eftir 1. júní 1998 sé öðrum skilyrðum fullnægt.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 4. mgr. 32. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 17. júlí 1998.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica