Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

418/1989

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 432, 1. september 1987, um starfsheiti og starfsréttindi matvælafræðinga, sbr. breytingu á þeirri reglugerð nr. 163/1988. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða hljóði svo:

Þrátt fyrir ákvæði 2. gr., er ráðherra heimilt til 31. desember 1990, að veita starfsleyfi þeim einstaklingum, sem gegndu störfum matvælafræðinga við gildistöku reglugerðar nr. 423/1987, og höfðu gert það í a.m.k. þrjú ár. Leita skal umsagnar sömu aðila og um getur í 1. gr. Slíku starfsleyfi fylgir ekki réttur til að kallast matvælafræðingur.

 

2. gr

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 24, 28. maí 1985 um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 10, 5. janúar 1989 um breyting á reglugerð nr. 432/1987 um starfsheiti og starfsréttindi matvælafræðinga.

 

Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið, 24. ágúst 1989

 

Guðmundur Bjarnason.

Dögg Pálsdóttir

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica