Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

121/1971

Reglugerð um verkaskiptingu milli félagsmálaráðs og áfengisvarnanefndar Reykjavíkur

1. gr.

Verkaskipting milli félagsmálaráðs og áfengisvarnarnefndar í Reykjavík er, sem greinir í reglugerð þessari.

 

2. gr.

Áfengisvarnarnefnd fer með:

  1. Starf til eflingar bindindisstarfsemi í Reykjavík.
  2. Almennt fræðslu- og upplýsingastarf um bindindis- og áfengismál.
  3. Eftirlit með lögboðinni bindindisfræðslu í skólum.
  4. Aðstoð við yfirvöld til að halda hlýðni við áfengislög og jafnframt reyna að    vinna gegn ólöglegri framleiðslu og meðferð áfengis.
  5. Ráðgjöf um bindindis- og áfengismál. Í hví sambandi skal áfengisvarnarnefnd vera umsagnaraðili um umsóknir um vínveitingaleyfi og umsóknir um endur­veitingu ökuleyfa.

 

3. gr.

Félagsmálaráð fer með:

  1. Aðstoð til handa drykkjusjúkum mönnum og þeim öðrum, sem misnota áfengi. Aðstoð skal jöfnum höndum fólgin í ráðleggingum og aðstoð í persónulegum og félagslegum vandamálum sem og fyrirgreiðslu um meðferð og læknishjálp, jafnt á sjúkrahúsum og hælum sem utan stofnana.
  2. Aðstoð og r:íðleggingar til fjölskyldna og aðstandenda drykkjusjúkra einstaklinga.
  3. Uppbyggingu og rekstur þeirra vistheimila og vinnuhæla fyrir drykkjusjúklinga, sem Reykjavíkurborg kann að reka.

 

4. gr.

Komi upp ágreiningur um skýringar á reglugerð þessari, sker heilbrigðisráðuneyti úr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt áfengislögum nr. 82/1969 öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytið, 7. júlí 1971.

 

Eggert G. Þorsteinsson.

Jón Ingimarsson.
 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica