Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

921/2002

Reglugerð um daggjöld sjúkrastofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum. - Brottfallin

921/2002

REGLUGERÐ
um daggjöld sjúkrastofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum.

1. gr.
Daggjöld.

Samkvæmt 2. mgr. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, samanber og lög um málefni aldraðra, hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveðið daggjöld. Daggjöldum skv. 1. gr. og 2. gr. reglugerðarinnar er ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis og skulu vera sem hér segir frá 1. janúar 2003.

A. Hjúkrunarheimili.

Rekstrardaggjald
Stofn. Viðf. Hjúkrunarheimili
kr.
401 101 Grenilundur, Grenivík
11.914
401 101 Blesastaðir, Skeiðum
11.914
405 101 Hrafnista, Reykjavík
12.360
406 101 Hrafnista, Hafnarfirði
12.360
407 101 Grund, Reykjavík
12.732
408 101 Sunnuhlíð, Kópavogi
12.435
409 101 Hjúkrunarheimilið Skjól
12.435
410 101 Hjúkrunarheimilið Eir
12.435
411 101 Garðvangur, Garði
12.658
412 101 Hjúkrunarheimilið Skógarbær
12.806
413 101 Hjúkrunarheimilið Droplaugarstöðum
12.732
414 101 Hjúkrunarheimilið Lundur, Hellu
12.732
415 101 Hjúkrunarheimilið Hulduhlíð, Eskifirði
12.212
416 101 Hjúkrunarheimilið Hornbrekka, Ólafsfirði
12.137
417 101 Hjúkrunarheimilið Naust, Þórshöfn
12.806
418 101 Seljahlíð, Reykjavík
12.137
419 101 Sólvangur, Hafnarfirði
12.360
421 101 Víðines
12.212
423 101 Höfði, Akranesi
12.212
424 101 Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi
12.360
425 101 Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi
11.245
426 101 Fellaskjól, Grundarfirði
11.394
427 101 Jaðar, Ólafsvík
11.989
428 101 Fellsendi, Búðardal
11.766
429 101 Barmahlíð, Reykhólum
11.543
433 101 Dalbær, Dalvík
11.766
434 101 Samningur við Akureyrarbæ um öldrunarþjónustu
12.360
436 101 Uppsalir, Fáskrúðsfirði
12.063
437 101 Samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um öldrunarþjónustu
12.509
438 101 Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri
11.840
439 101 Hjallatún, Vík
11.840
440 101 Kumbaravogur, Stokkseyri
12.435
441 101 Ás/Ásbyrgi, Hveragerði
11.766
442 101 Hraunbúðir, Vestmannaeyjum
11.766
443 101 Holtsbúð, Garðabæ
11.766


Daggjaldið fellur ekki niður ef vistmaður hverfur af heimilinu í stuttan tíma svo sem ef aðstandendur taka við vistmanni yfir helgi eða hátíðar, enda hafi heilbrigðisyfirvöld ekki aukakostnað af dvölinni. Fari vistmaður á sjúkrahús til skammtímainnlagnar verður greitt 70% af daggjaldi heimilisins í allt að 30 daga síðan fellur það niður. Við andlát vistmanns eða þegar vistmaður flytur fyrir fullt og allt af heimilinu er greitt fullt daggjald næstu 7 daga en síðan fellur það niður.

Daggjöld falla ekki niður hjá stofnunum vegna krónískra nýrnasjúklinga þegar þeir vegna blóðskilunar eru innritaðir á Landspítala háskólasjúkrahús. Landspítala háskólasjúkrahúsi ber að greiða kostnað vegna lyfjagjafar eins og fyrir aðra blóðskilunarsjúklinga sem skráðir eru inn á sjúkrahúsið.

Greiða ber 776 kr. á dag til viðbótar daggjaldataxta stofnunar fyrir hvern nýrnasjúkling sem dvelst á daggjaldastofnun og þarf að fara í blóðskilun á Landspítala.

B. Daggjöld á öðrum sjúkrahúsum samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990.

Rekstrardaggjald
Liður Viðf. Heiti kr.
441 1.17 Ás/Ásbyrgi, Hveragerði 7.315
472 1.10 Hlíðabær, Reykjavík 7.036
473 1.10 Lindargata, Reykjavík 7.036
474 1.10 MS-félag Íslands, Reykjavík 6.419
475 1.10 Múlabær, Reykjavík 4.387
476 1.10 Fríðuhús, Reykjavík 7.036
470 1.10 Vesturhlíð, Reykjavík 7.349
434 1.15 Samningur við Akureyrarbæ um öldrunarþjónustu
v/minnissjúka 7.0362. gr.
Dvalarheimilisgjöld og gjöld fyrir dagvistun.

Samkvæmt 2. mgr. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar og 3. gr. reglugerðar um dagvist aldraðra nr. 45/1990 hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveðið eftirfarandi gjöld til að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis:

1. Vistgjald á dvalarheimili fyrir aldraða kr. 5.330
2. Gjald á dagvistun fyrir aldraða kr. 3.210

Innifalið í dagvistunargjaldinu er flutningskostnaður vistmanna ef með þarf. Samkvæmt 19. gr. laga um málefni aldraðra, greiða vistmenn sjálfir kr. 500 á dag af dagvistunargjaldinu.

Innifalið í daggjöldum skv. reglugerð þessari er hvers konar þjónusta, sem innlögðum vistmönnum er látin í té á sjúkrastofnunum.
3. gr.
Húsnæðisgjald vegna viðhalds.

Samkvæmt 2. mgr. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar og 3. gr. reglugerðar um dagvist aldraðra nr. 45/1990 hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveðið gjald til að mæta viðhaldskostnaði húsnæðis sem dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarheimili nýta við rekstur á dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarrýmum. Gjaldið árið 2003 er 2.000 kr. á m² á ári og reiknast að hámarki á 63 m² á hvert hjúkrunar- og vistrými að meðtöldu sameiginlegu rými og að hámarki 30 m² á dagvistarrými að meðtöldu sameiginlegu rými. Gjaldið reiknast aldrei á stærra rými en stærð húsnæðisins nemur.

Húsnæðisgjaldi er ætlað að standa undir öllu almennu viðhaldi húsnæðis, en ekki stofnkostnaði, afskriftum og meiriháttar breytingum og endurbótum á húsnæði.


4. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 2. mgr. 39. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2003.

Jafnframt fellur úr gildi frá sama tíma reglugerð nr. 130/2002.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 19. desember 2002.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica