Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

910/2002

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 244/1994 um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. skv. ákvæðum EES-samningsins. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. orðast svo:
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út, samkvæmt umsókn staðfestingu almenns lækningaleyfis til EES-ríkisborgara sem lokið hefur læknanámi í öðru EES-landi og sem uppfyllir skilyrði staðfestingar samkvæmt Norðurlandasamningnum eða skilyrðum sem talin eru upp í 2. gr., sbr. 23. gr. tilskipunar 93/16/EBE, sbr. breytingu 2001/19/EB viðauki A.


2. gr.

4. gr. orðast svo:
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gefur út samkvæmt umsókn, staðfestingu sérfræðileyfis læknis til EES-ríkisborgara sem hefur lokið sérfræðinámi í öðru EES-landi.

Skilyrði staðfestingar eru:

1. að læknirinn hafi íslenskt lækningaleyfi eða fengið íslenska staðfestingu almenns lækningaleyfis,
2. að læknirinn leggi fram vottorð um sérfræðinám samkvæmt Norðurlandasamningnum eða samkvæmt 5. gr., sbr. 24., 25. og 26. gr. tilskipunar 93/16/EBE, sbr. breytingu 2001/19/EB, viðauki B og C,
3. ef læknirinn er ríkisborgari í Lúxemborg að hann leggi fram sambærilegt vottorð um sérfræðinám í þriðja landi enda sé sérfæðinámið viðurkennt af til þess bærum yfirvöldum í Lúxemborg og
4. að sérgreinin sé viðurkennd sem sérgrein á Íslandi.


3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:
a. Í stað orðanna "3. gr." komi orðin "2. gr." og á eftir orðunum "78/687/EBE" komi orðin "sbr. breytingu 2001/19/EB viðauka A".


4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:
Í 2. tölul. 1. mgr. komi í stað orðanna "5. gr." orðin "4. gr." og á eftir orðunum "78/687/EBE", komi orðin "sbr. breytingu 2001/19/EBE viðauka B".


5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.:
Í stað orðanna "3. gr." komi orðin "2. gr." og á eftir orðunum "77/453/EBE" komi orðin "sbr. breytingu 2001/19/EB, viðauki".


6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr.:
Í stað orðanna "3. gr." komi orðin "1. mgr. 2. gr." og á eftir orðunum "80/155/EBE" komi orðin "sbr. tilskipun 77/452/EBE, 77/453/EBE og 2001/19/EB, viðauki".


7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. tölul. 9. gr.:
Í stað orðanna "4. gr." komi orðin "1. gr." og á eftir orðunum "85/432/EBE" komi orðin "sbr. breytingu 2001/19/EB, viðauki".


8. gr.
Eftirfarandi breyting verði á 10. gr.:
a. Í stað orðanna "10. röntgentækna" komi orðin "10. geislafræðingar".
b. Í 1. tölul. 2. mgr. á eftir orðunum "tilskipun 89/48/EBE" komi orðin "með síðari breytingum".


9. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 11. gr.:
Á eftir orðunum "tilskipun 89/48/EBE" komi orðin "með síðari breytingum".


10. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 1. mgr. 13. gr.:
Á eftir orðunum "tilskipunar 89/48/EBE" komi orðin "með síðari breytingum."


11. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 1. tölul. 14. gr.:
Í 1. tölul. á eftir orðunum "tilskipunar 89/48/EBE" komi orðin "með síðari breytingum".


12. gr.
18. gr. orðast svo:
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skal svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en innan þriggja mánaða, skv. 3., 5., 7., 8. og 9. gr. eða 15. gr. og innan fjögurra mánaða skv. 2. og 4. gr. eða 15. gr. frá þeim degi er umsækjandi leggur fram umsókn sína ásamt öllum fylgiskjölum eða frá þeim degi að fyrir liggja viðbótargögn, ef krefja þarf umsækjanda um þau, taka ákvörðun um staðfestingu starfsleyfis umsækjanda. Ef fyrir hendi eru aðrar sérstakar ástæður, lengist framangreindur tími.

Sé umsókn hafnað skal sú ákvörðun rökstudd skriflega.

Skjóta má ákvörðuninni til dómstóla. Á sama hátt má skjóta ákvörðun til dómstóla hafi hún ekki verði tekin innan tiltekins frests skv. 1. mgr.


13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali reglugerðarinnar 1: Læknar:

Á eftir gerðinni sem vísað er til í 1. tölul. (tilskipun ráðsins 93/16/EBE) komi eftirfarandi:

- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.

Taka skal tillit til aðlögunartexta í 3. og 4. gr. ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.


14. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali reglugerðarinnar 2: Hjúkrunarfræðingar:

a) Á eftir gerðinni sem vísað er til í 1. tölul. (tilskipun ráðsins 90/658/EBE) komi eftirfarandi:

- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.

Taka skal tillit til aðlögunartexta í 5. og 6. gr. ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.

b) Á eftir gerðinni sem vísað er til í 2. tölul. (tilskipun ráðsins 89/595/EBE) komi eftirfarandi:

- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.


15. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á fylgiskjali reglugerðarinnar 3: Tannlæknar:
a) Á eftir gerðinni sem vísað er til í 1. tölul. (tilskipun ráðsins 90/658/EBE) komi eftirfarandi:

- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.

Taka skal tillit til aðlögunartexta í 7. gr. ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.

b) Á eftir gerðinni sem vísað er til í 2. tölul. (tilskipun ráðsins 78/687/EBE) komi eftirfarandi:

- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.


16. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á fylgiskjali reglugerðarinnar 4: Ljósmæður:
a) Á eftir gerðinni sem vísað er til í 1. tölul. (tilskipun ráðsins 90/658/EBE) komi eftirfarandi:

- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.

Taka skal tillit til aðlögunartexta í 11. gr. ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.

b) Á eftir gerðinni sem vísað er til í 2. tölul. (tilskipun ráðsins 89/594/EBE) komi eftirfarandi:

- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.


17. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á fylgiskjali reglugerðarinnar 5: Lyfjafræðingar:
a) Á eftir gerðinni sem vísað er til í 1. tölul. (tilskipun ráðsins 85/432/EBE) komi eftirfarandi:

- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.

b) Á eftir gerðinni sem vísað er til í 2. tölul. (tilskipun ráðsins 90/658/EBE) komi eftirfarandi:

- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.

Taka skal tillit til aðlögunartexta í 14. gr. ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn.


18. gr.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001

um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 84/2002 frá 25. júní 2002, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) við EES-samninginn eru birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.


19. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1.–5. gr. laga nr. 116/1993 um breytingar á lagaákvæðum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála vegna aðildar að samningi um Evrópskt efnahagssvæði og 4. gr. laga um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum nr. 83/1993, öðlast gildi 1. janúar 2003.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 16. desember 2002.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica