Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

890/2002

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 595/1997 um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Heimilt er að greiða einhleypingi, sem nýtur óskertrar tekjutryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar og er einn um heimilisrekstur án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðiskostnað að auki heimilisuppbót að fjárhæð kr. 16.960 á mánuði.

Eigi viðkomandi rétt á skertri tekjutryggingu samkvæmt lögum um almannatryggingar er heimilt að greiða honum skerta heimilisuppbót.

Um skerðingu skv. 2. mgr. gilda sömu reglur og gilda um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna. Þó skal frítekjumark heimilisuppbótar aldrei vera lægra en efra tekjumark tekjutryggingarauka einhleypings.


2. gr.

4. tölul. 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar fellur brott.


3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 15. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2003.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 13. desember 2002.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica