Á eftir 1. mgr. 5. gr. kemur ný málsgrein er orðast svo:
Heimilt er að meta til hækkunar greiðslna þegar um er að ræða þunga umönnun framfæranda vegna fatlaðra og langveikra barna í umönnunarflokkum 1, 2 og 3 hér að neðan.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. gr., sbr. 13. gr., laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.