Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

248/2002

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali I:
a) Merking á amfetamine orðist svo:

Amfetamine amphetamine P II
x
4)

b) Við undanþágur og athugasemdir við fylgiskjal I bætist eftirfarandi:
4) Undanþegin eru: Efni sem veitt hefur verið undanþága fyrir skv. 3. mgr. 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1994 með síðari breytingum, lyf sem hafa markaðsleyfi Lyfjastofnunar skv. 1. mgr. 7. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, lyf sem heimiluð hafa verið skv. 7. mgr. 7. gr. sömu laga, og efni sem veitt hefur verið leyfi til að flytja inn eða út, framleiða og selja í heildsölu skv. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar þessarar.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. og 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum og 2. gr., 3. gr., 4. gr. a laga um ávana- og fíkniefni nr. 65 frá 21. maí 1974 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 27. mars 2002.

F. h. r.
Ragnheiður Haraldsdóttir.
Guðríður Þorsteinsdóttir.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica