Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

509/2001

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

509/2001

REGLUGERÐ
um (5.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996
um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:

a. Í a-lið 1. töluliðar 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "1.400" fjárhæðin "1.800" og í stað fjárhæðarinnar "5.000" komi fjárhæðin "6.000".
b. Í b-lið 1. töluliðar 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "500" fjárhæðin "600" og í stað fjárhæðarinnar "5.000" komi fjárhæðin "6.000".
c. Í a-lið 3. töluliðar 1. mgr. komi í stað orðanna "1.000 kr." orðin "1.500 kr. og til viðbótar 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 6.000".
d. Í b-lið 3. töluliðar 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "300" orðin "500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 6.000".
e. Í 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "5.000" fjárhæðin "6000".


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr.:

a. Í 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "12.000" fjárhæðin "18.000".
b. Í 3. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "3.000" fjárhæðin "4.500".


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr.:

a. Í a-lið 5. töluliðar 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "500" fjárhæðin "600" og í stað fjárhæðarinnar "5.000" komi fjárhæðin "6.000".
b. Í b-lið 5. töluliðar 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "300" fjárhæðin "400" og í stað fjárhæðarinnar "5.000" komi fjárhæðin "6.000".
c. Í a-lið 7. töluliðar 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "400" orðin "500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 6.000".
d. Í b-lið 7. töluliðar 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "100" orðin "1/9 af gjaldi skv. a-lið 3. töluliðar 6. gr. þó að lágmarki kr. 200 og að hámarki kr. 6.000".
e. Í 3. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "5.000" fjárhæðin "6.000".


4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 20. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júlí 2001.


Ákvæði til bráðabirgða.
Á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2001 skulu greiðslur sjúkratryggðra skv. 1. mgr. 8. gr. og lífeyrisþega skv. 3. mgr. 8. gr. vegna heilbrigðisþjónustu teljast til öflunar afsláttarskírteinis skv. 8. gr. í réttu hlutfalli af þeim fjárhæðum sem giltu fyrir það tímabil (12.000 kr. og 3.000 kr.). Á sama hátt skulu greiðslur sjúkratryggðra skv. 1. mgr. 8. gr. og lífeyrisþega skv. 3. mgr. 8. gr. vegna heilbrigðisþjónustu á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2001 teljast til öflunar afsláttarskírteinis í réttu hlutfalli af þeim fjárhæðum sem gilda fyrir það tímabil (18.000 kr. og 4.500 kr.). Þegar samanlagt hlutfall skv. 1. og 2. ml. nær 100% veitir það rétt til afsláttarskírteinis skv. 8. gr., sbr. 9. gr., sem gildir til ársloka 2001.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 28. júní 2001.

Jón Kristjánsson.
Ragnheiður Haraldsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica