Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

484/2001

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um innflutning og heildsöludreifingu lyfja nr. 699/1996.

1. gr.

Í öllum tilvikum, þar sem minnst er á "Lyfjaeftirlit ríkisins" og "Lyfjanefnd" í reglugerðinni, skal því breytt í "Lyfjastofnun".

2. gr.

Ný mgr., sem verður 2. mgr. bætist við 34. gr.

Takmarkanir á sölu lyfja skv. ákvæðum 1) – 6) tl. þessarar greinar eiga ekki við um náttúrulyf og hómopatalyf (smáskammtalyf), nema Lyfjastofnun ákveði annað.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 14. júní 2001.

F. h. r.
Davíð Á. Gunnarsson.

Ingolf J. Petersen.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.