Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

232/1987

Reglugerð um notkun glaðlofts við tannlækningar

1. gr.

Tannlæknir hefur leyfi til að nota glaðloft við störf sín hafi hann lokið tilskildu námi, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið viðurkennir í því skyni, við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

 

2. gr.

Tannlæknir getur einnig öðlast slíkt leyfi, hafi hann lokið námi í notkun glaðlofts og glaðloftstækja, sem viðurkennt er af tannlæknadeild og ráðuneytinu.

 

3. gr.

       Glaðloftsvélar, sem nota á hér á landi, skulu viðurkenndar af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Þær skulu uppfylla eftirtalin skilyrði:

       a.  Vera þannig úr garði gerðar, að sjálfkrafa lokist fyrir flæði glaðlofts, ef súrefni þrýtur.

       b.  Stjórnkerfi vélar tryggi, að aldrei geti verið minna en 20% súrefni í loftblöndu til innöndunar.

       c.  Rúmtak öndunarbelgs glaðloftsvélar skal ekki fara fram úr 1,5 lítra.

       d.  Glaðloftsvél skal vera búin útsogskerfi, sem fjarlægir útöndunarloft sjúklings út úr húsi. Auk þessa skal ávallt vera til staðar innan seilingar handvirkur öndunarbelgur

 

4. gr.

Hvenær sem talin er þörf á, og eigi sjaldnar en árlega, skal mæla hlutfall súrefnis og glaðlofts frá vél og gera lekaprófun á henni.

 

5. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum þeim, sem um getur í 15. gr. laga nr. 38/1985 um tannlækningar.

 

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um tannlækningar nr. 38/1985 og öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 25. maí 1987.

 

Ragnhildur Helgadóttir.

                                                                Jón Ingimarsson
Þetta vefsvæði byggir á Eplica