Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

412/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir heilsugæslustöðvar nr.160/1982 með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð fyrir heilsugæslustöðvar nr. 160/1982 með

síðari breytingum.

1. gr.

53. gr. orðast svo:

Heilsugæsla í skólum.

53.1 Heilsugæslustöðvar annast heilsugæslu í skólum samkvæmt lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu.

53.2 Starfsfólki heilsugæslustöðvar ber að gefa sérstakan gaum að börnum á skólaskyldualdri með seinkaðan greindarþroska, hegðunarvandkvæði og erfiðar félagslegar aðstæður og leiðbeina þeim og fjölskyldum þeirra. Samráð skal hafa við kennara þessara barna og sálfræðiþjónustu skóla heilsugæslusvæðisins.

53.3 Fylgst skal með að fötluð börn fái sérstaka þjálfun við sitt hæfi í tengslum við skólaleikfimi eða með öðrum hætti.

53.4 Tannlæknir við heilsugæslustöð annast tannvernd skólanemenda á heilsugæslusvæðinu.

53.5 Haft skal eftirlit með vinnuaðstöðu nemenda og vinnutíma í skólum.

53.6 Landlæknisembættið gefur út nánari leiðbeiningar um framkvæmd skólaheilsugæslu og skýrslugerð þar að lútandi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 24. nóvember 1992.

Sighvatur Björgvinsson.

Sólveig Guðmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica